Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

B+

Dömur mínar og herrar, Sesselía Margrét Árnadóttir er á leiðinni í LSE í haust.

Fjölskyldufréttir

Þetta er það helsta:

Sesselía er í 3. vikunni sinni (af þrem) í sumarskóla LSE. Hún hefur nú skilað af sér ritgerðinni og flytur fyrirlestur í dag. Á morgun verður svo síðasti tíminn fyrir prófið sem er á föstudaginn. Efni þessa námskeiðs er EU og policy making in EU. Ég er viss um að Sesselía kemur með afar uppfræðandi færslu um námskeiðið næstu helgi.

Rannveig er að ganga í gegnum sitt versta tímabil hingað til - the terrible twos. Við reynum eftir megni að halda niðri í henni látunum, frekjunni og stælunum, það gengur stundum ekki vel Smile. Fyrir utan það líður henni vel og talar nú nær eingöngu ensku.

Ég sit nú í ritgerðarskrifum (eins og sést kannski á því hvað ég er duglegur við blogg skrif). Viðfangsefnið mitt er "Liquidity Risk" eða "Seljanleika áhætta". Í greininni minn reyni ég að setja upp stærðfræðilegan ramma fyrir áhættuna við lítinn seljanleika á markaði.

Ég fæ núna í vikunni formlegu tilboðin með öllum þeim detailum sem ég þarf til að taka rétta ákvörðun. Eins og stendur er líklegast að ég fari til svisslendinganna.

T


Brúðkaupsafmæli, Rannveig og atvinna haustsins

Í dag fögnuðum við hjónin eins árs brúðkaupsafmæli okkar. Pappírs-hjón held ég að við köllumst núna - heldur ótraustvekjandi verð ég að segja. Hátíðarhöldin voru látlaus. Sesselía bakaði mér franska súkkulaðiköku - ég held í vonina að nú hafi verið skapað fordæmi sem Sesselía þurfi að toppa 5. ágúst, ár hvert! Smile

Rannveig eldist hraðar en aðrir í fjölskyldunni. Núna er manni sagt að hypja sig fram á gang á meðan hún gerir nr 2.

Jobb mál haustsins eru farin að skýrast. Ég get sagt með vissu núna að ég verð ekki atvinnulaus Smile. Það eru tveir aðilar sem koma til greina og næst á dagsskrá er að skoða þá betur. Þetta verður sennilegast komið í ljós í næstu viku.

T


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband