Brighton og chicken pox

Skelltum okkur til Brighton á laugardaginn, bara stutta dagsferð. Vorum gríðarlega heppin með veður, heiðskýrt og 20+ gráður - reyndar smá vindur.

 2009-Apr-037

Brighton er þessi gamli enski partýbær. Fullur af stúdentum að djamma yfir helgina, skyndibitamatur, fish & chips og skemmtistaðir útum allt. Við tókum eftir því uppúr kl 17 að ströndin var farin að fyllast af þessu liði (sennilega að vakna og byrja næsta kvöld). Þá ákváðum við að halda af stað heim til London.

Annars er vesalings Rannveig komin með hlaupabóluna. Við tókum fyrst eftir fáeinum rauðum blettum á sunnudagskvöld, en þar sem hún hefur undanfarið lent svolítið í skordýrabitum, þá vorum við ekki viss. En mánudagsmorguninn var hún orðin ein hlaupabóla.

 2009-Apr-063

Þetta á að ganga yfir á 10-21 dögum. Vonandi að þetta raski okkar plönum of mikið.

T

PS. Nýjar myndir á barnalands-síðunni hennar Rannveigar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Au-pair drengurinn kemur á laugardaginn!

Ingibjörg (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 14:32

2 identicon

Tobbi, við fórum örugglega til Brighton hérna um árið, gengum á pierrunni og keyptum fish and chips.

Aumingja litla Rannveig með allar bólurnar, en gott að þið eruð að fá au-pair drenginn. Hann er nú betri en enginn.

Sigrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband