Hlaupabólu uppdeit

Já eins og Tobbi sagði þá er hún Rannveig greyið komin með hlaupabólu, og ekkert smá tilfelli :S

Ég var á tímabili í nótt að hugsa um að fara með hana á A&E (bráðamóttökuna) því hún hætti ekki að gráta, gat ekkert sofið og var orðin alveg úttauguð.

Við vorum annars að koma frá heimilislækninum hennar þar sem hún fékk uppáskrifuð 3 lyf. Eitt til að slá á kláðann og róa hana, annað til að lækka hitann og minnka bólgurnar og þriðja til að maka á kroppinn til að slá á kláðann. Voru sko tvær ánægðar sem löbbuðu útúr apótekinu áðan :)

S


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æj, æj, já þetta hlýtur að hafa verið erfið nótt en guði sé lof að hún er búin að fá lyf við hlaupabólunni, bæði hitastillandi og til að minnka kláðann. Svo er bara að gefa henni nóg að drekka. Nú fer þetta allt að lagast.

Love amma Sigrún

Sigrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:32

2 Smámynd: Guðmundur Karlsson

Lannveig átti losa bátt

líka Seeselía

Við skulum ekki hafa hátt

heldur lullubía

(þett'er ekki grin, ég vorkenni ykkur virkilega!)

Guðmundur afi

Guðmundur Karlsson, 29.4.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband