Denial - anger - bargaining - depression - acceptance

Mér finnst Íslendingar margir (alls ekki allir) eigi auðveldara að sjá flísina í auga bankamanna heldur en bjálkann í sínu eigin. Þessa samtíðarsögu las ég á Silfri Egils á Eyjunni:

"Sæl/Sæll

Langar að segja ykkur aðeins sögu okkar hjóna.
Við upphaf kreppunnar var um 1 ár síðan við keyptum íbúðina okkar, við vorum einnig með aðrar skuldir en þetta hafðist alveg.
Þegar bankarnir hrynja, þá hrapar maðurinn minn í launum um næstum 2/3.
Ég held sömu launum en það þýðir samt það að við getum ekki staðið í skilum."

Svo heldur konan áfram að segja sína raunarsögu, sem er heldur þunglyndisleg og endar á gjaldþroti hjónanna.

Svona sögur finnst mér sorglegt að heyra, og finn til með öllu þessu fólki sem fer í gegnum þetta. En hvort það eigi að koma í veg fyrir þetta með að grípa inní með fyrirgreiðslu - eða heimta aðrir greiði þessar skuldir, finnst mér útí hött.

Fólk - sem fyrir er skuldsett - tekur enn meiri lán, útá tekjur sem eru í besta falli vafasamar (hvaða laun hrapa um 67% í einum vetvangi?) verður einfaldlega að taka afleiðingum sinna (stjúpid) ákvarðanna. Þetta fólk lifði í góðæri og græddi á tá og fingri (þótt það vilji eflaust ekki kannast við það). Lifði hátt og féll harkalega.

Sennilega gerði þetta fólk sér ekki grein fyrir áhættunni sem það var að ganga útí þegar það skuldsetti sig. En það breytir ekki því að fólk verður að bera ábyrgð á sjálfu sér, og feisa slæmar ákvarðanir sem það tekur.

T


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað ég er sammála þér! Óþolandi þegar fólk kennir þessu hruni um allt saman. Fólk verður að taka einhverja ábyrgð á sínum eigin gjörðum.

Vona að þið hafið það annars gott rúsínubollurnar mínar ;) og takk fyrir kveðjunar í vikunni!

Helgz

Helga (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband