Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Hlaupabólu uppdeit

Já eins og Tobbi sagði þá er hún Rannveig greyið komin með hlaupabólu, og ekkert smá tilfelli :S

Ég var á tímabili í nótt að hugsa um að fara með hana á A&E (bráðamóttökuna) því hún hætti ekki að gráta, gat ekkert sofið og var orðin alveg úttauguð.

Við vorum annars að koma frá heimilislækninum hennar þar sem hún fékk uppáskrifuð 3 lyf. Eitt til að slá á kláðann og róa hana, annað til að lækka hitann og minnka bólgurnar og þriðja til að maka á kroppinn til að slá á kláðann. Voru sko tvær ánægðar sem löbbuðu útúr apótekinu áðan :)

S


Brighton og chicken pox

Skelltum okkur til Brighton á laugardaginn, bara stutta dagsferð. Vorum gríðarlega heppin með veður, heiðskýrt og 20+ gráður - reyndar smá vindur.

 2009-Apr-037

Brighton er þessi gamli enski partýbær. Fullur af stúdentum að djamma yfir helgina, skyndibitamatur, fish & chips og skemmtistaðir útum allt. Við tókum eftir því uppúr kl 17 að ströndin var farin að fyllast af þessu liði (sennilega að vakna og byrja næsta kvöld). Þá ákváðum við að halda af stað heim til London.

Annars er vesalings Rannveig komin með hlaupabóluna. Við tókum fyrst eftir fáeinum rauðum blettum á sunnudagskvöld, en þar sem hún hefur undanfarið lent svolítið í skordýrabitum, þá vorum við ekki viss. En mánudagsmorguninn var hún orðin ein hlaupabóla.

 2009-Apr-063

Þetta á að ganga yfir á 10-21 dögum. Vonandi að þetta raski okkar plönum of mikið.

T

PS. Nýjar myndir á barnalands-síðunni hennar Rannveigar

 


Rannveig

Rannveig var að púsla púsl með kýr og kálfinum hennar.

S: "Hvað ertu að púsla þarna Rannveig?"

R: "Kýrina og ... og cowlingur"


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband