Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Helv* valsmenn

landsbankadeildin

Það eru 5 leikir eftir af sumrinu. Fyrir utan lokaleikinn gegn Val þá eiga KRingar bara auðvelda leiki eftir, það er, gegn 4 neðstu liðunum. Það ættu að heita örugg 12 stig. Svo við skulum vera bjartsýn og segja 13 stig í heildina sem KR ætti að fá það sem eftir er af móti.

Fyrir utan að Fram og Breiðablik spila innbyrðis, þá eiga bæði þessi lið eftir leiki gegn FH og Keflavík. Það er ekki hægt að búast við mikilli keppni frá þeim um evrópusætið (það er 3. sætið).

Spurningin með Valsmenn. Þeir eru 6 stigum á undan KR og fyrir utan lokaleikinn gegn okkur og annan leik gegn FH þá ættu eftirstandandi leikir að vera þeim léttir og evrópusætið þeirra.

Sanngjarnt markmið núna er 4. sætið og bikarinn.


Landsbankadeildin 2008 - ágúst staðan

landsbankadeildin_agust

Titillið: Keflavík og FH.

Sterk lið sem samt eiga ekki séns í titil: Valur, Breiðablik, KR og Fram.

Miðlungslið, ekki séns á evrópusæti, heldur ekki séns á að falli: Fjölnir, Grindavík, Þróttur og Fylkir.

Falllið: HK og ÍA.

Ég veðja á Keflvíkingar verði Íslandsmeistarar, KRingar bikarmeistarar, HKingar og Skagamenn falla.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband