Færsluflokkur: Íþróttir
10.8.2008 | 21:17
KRingar
Ég er meira en lítið ósáttur með frammistöðu minna manna í sumar. Eftirfarandi hef ég um þá að segja:
1) Hvað í ansk* er Gunnlaugur Jónsson að gera í liðinu? Höfum við virklega ekki betri valmöguleika í miðvörðinn?
2) Kaupin á Bjarna Guðjóns. Til hvers í ósköpunum erum við að fá til okkar offitusjúkling og veruleikafirrtan skagamann sem kemur bara með skítamóral í liðið? (ég hefði haldið við KRingar ættum núþegar fullt í fangi við að halda móralnum góðum).
3) Karakterinn í liðnu. Ég hef ekki séð liðið koma tilbaka í allt sumar - það er að segja, lenda undir og vinna það upp - ef frá er talið jafnteflið gegn Blikum í vikunni.
Bitri-Tobbi frá Sorgarstöðum í Grenjuvík
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2008 | 22:27
Fjölnir: Blaðran sprungin
Þeir eru skólabókardæmi um spólgraða nýliða sem ætla svo aldeilis að sanna sig fyrir stóru strákunum. Djöfluðust í KR, Keflavík og hirtu mýmörg stig af litlu liðunum. Gott ef þeir voru ekki í 3.-4. sæti hérna um miðjan júlí.
En alveg eins og maður hefur séð milljón sinnum áður, þá endast svona talent-laus lið ekki út tímabilið. Þeir hafa viljann og reyna halda þessu út á sprettinum - en það kemur alltaf að því að liðið springur á limminu.
Ég man sérstaklega eftir Þrótturum 2003. Þeir voru í efsta sæti eftir 9 umferðir - sem þá var hálft sumarið.
Þeir féllu um haustið.
T
Íþróttir | Breytt 10.8.2008 kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)