24.8.2008 | 16:18
Silfur, GKV og myndir
Fjölskyldan vaknaði galvösk í morgun, Sesselía útbjó morgunmat á meðan verri helmingurinn sá um skreytingar og tæknilegu málin, áður en úrslitaleikurinn hófst. Okkar mat á leiknum er eftirfarandi: þegar um 10 mín voru liðnar af fyrri hálfleik (staðan 4-4 sirka) þá klúðrum við 2-3 dauðafærum => sjálfstraustið hrynur => við töpum leiknum. Við erum samt mjög sátt og ánægð með silfrið!
Guðrún, Kári og Vignir litli voru í heimsókn hjá okkur í 6 daga, voru að fara núna rétt áðan. Við skemmtum okkur óskaplega vel með þeim og fórum m.a. á Brick Lane og smökkuðum alvöru "curry" rétti (það þýðir Indverskir réttir, hér í UK), og líka í Legoland.
Voum að setja inn fleiri tugi mynda inn á netið - síðuna hennar Rannveigar.
S&T
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.