Iceland Tea Party

Dvölin á Íslandi var stutt en frábær. Hana má lýsa í fáeinum orðum: Masters fundir með Kaupþingi, FIFA tournament, brúðkaup, eftirpartý dauðans, teboð hjá Einsa. Það var ekkert panik með vitlausar dagsetningar á brottfararmiðunum í þetta skiptið og ferðirnar heim almennt mjög góðar.

 2008-ágú-085

Myndin hér að ofan er tekin í heimsókn Rannveigar til frænka sinna Unnurdagný (eins og R kallað þær). Hún skemmti sér víst drottingarlega vel.

Nú tekur við maraþon vinna við MS verkefnið sem þarf að klárast fyrir 19. sept og eftir það förum í minibreak til Bath í lok sept. Þann 1. okt byrja ég svo að vinna hjá Singer&Friedlander og Sesselía í LSE.

Eitt orð um KR. Ég hef grun um að bikarinn eigi nú allan hug KRinganna það sem eftir lifir móts og þeir munu af þeim sökum gefa eftir í baráttunni um evrópusætið (sem er 3. sætið). Valsmenn taka það sem sárabætur fyrir íslandsmeistara titilinn.

Mig langar að þakka fyrir mig og mínar dömur, öllum þeim sem buðu okkur í brúðkaup, mat, kaffi, gistingu, viskí, bakkelsi og fleira þess háttar. Við skemmtum okkur mjög vel! Takk fyrir okkur!

T

PS. Ég skora hér með á hinn helminginn að dúndra einhverju hér niður á þetta vesæla blogg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íslendingafélagið í Hither Green

Tvö atriði:

*Titill færslunnar er vísun í sögufrægan atburð, hvern?

*Miðað við heimsóknarfjöldann þá hlýtur fólk ekki að taka eftir skoðanakönnuninni hér til vinstri, endilega kjósið!

Íslendingafélagið í Hither Green, 2.9.2008 kl. 21:37

2 identicon

múhahaha

hvernig ætlaru að fylgjast með því hvort fólki svindli í kosningunni?

Sesselía (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband