Karíus & Baktus

Rannveig fékk geisladiskinn með þeim bræðrum frá Árna afa sínum (takk takk!). Saga þessi sem fjallar fyrst um stórfengleg afrek og síðar hrakfarir tannbræðranna á allan hug hennar Rannveigar. Sagan er (bókstaflega!) það síðasta sem hún heyrir áður en hún fer að sofa, og það fyrsta sem hún heyrir þegar hún vaknar, foreldrunum til mikillar gleði ... (hvernig gerir maður kaldhæðni í skrifuðu orði?)

Það þarf ekki að spyrja að því að litla blómið hún Rannveig finnur mikið til fyrir hönd bræðranna, og fer sjálf að kjökra þegar þeim er skolað niður í hafið. Aumingja Kaíus og Battus.

T


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man eftir einum gaur sem elskaði Karíus og Baktus út af lífinu og kunni bókina utanað, það þýddi ekkert að reyna að stytta söguna, þá fékk maður alltaf athugasemdir.

Sigrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband