Hvar varst þú þegar Lehman varð gjaldþrota?

Fjármála sérfræðingar hér í London og New York eru nú að ræða hvort fall Lehmans í gær, og samruni Meryll við Bank of America um helgina, sé byrjunin að endalokum svokallaða broker-dealer módelsins.

Það sem þeir meina er að fjárfestingabankar (eins og Lehman, Meryll og Bears Sterns sem allir eru horfnir af sjónarsviðinu) stunda þessa broker-dealer starfssemi. Þetta eru ekki stórir viðskiptabankar með miklar innistæður frá viðskiptavinum, heldur treysta þeir á hreina fjárfestingastarfssemi, skammtímalán, tryggingar fyrir afleiðusamningum og þess háttar, fyrir langtíma fjárfestingar.

Þeir eru oft á tíðum gíraðir lengst upp í himinn. Að gíra sig merkir að þenja út fjárfestingaféið þitt með lánum, t.d. ef þú átt 100kall, þá geturðu sett það að veði fyrir lán að upphæð 1000kall. Þannig hefurðu gírað þig um 10x. Svo þegar fjárfestingarnar þessara banka að baki fara að hrapa, fer lánarinn þeirra að kall eftir frekari veði, sem hefur í för með sér frekari verðrýrnun á eignum bankanna og svo framveigis, þar til ekkert er eftir nema bankrupcy.

Eftir standa Goldman Sachs og Morgan Stanley í USA. Fara þeir líka? Og fyrst Lehman gat farið svona, hvað með íslensku fjárfestingabankana, t.d. Exista?

T


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held ég hafi nú bara verið í vinnunni....

En ég sé að ykkur er mjög umhugað um Lehman - þrjár færslur á tveimur dögum  Vonandi hafiði það annars bara súper gott og komið vonandi Lehman úr huga ykkar fljótlega...

Luv - Helga

Helga (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Íslendingafélagið í Hither Green

Nei nei okkur er þannig séð alveg sama um Lehman ;)

Ég er bara reyna láta fólk sjá hvað þetta er stór atburður - þetta er 9/11 fjármálaheimsins. Svona krass eins og við erum að vera vitni að síðustu daga (og etv. næstu vikur) munum við ekki sjá aftur í þessu lífi.

Íslendingafélagið í Hither Green, 17.9.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband