Viðburðarík helgi

Ég skilaði ritgerðinni á föstudaginn og er þar með kominn í 2 vikna frí. En 1. okt byrja ég að vinna hjá Singer&Friedlander. Ég ætla nota þann tíma til að sökkva mér ofan í FIFA, bjórþamb, leti og aðra ómennsku því tengt.

Á laugardaginn fór ég ásamt Hring og Skúla Hauki á West Ham - Newcastle : 3 - 1. Sesselía reddaði okkur miðum í Penthouse suite - og vá - þetta var geðveikt. Lax og kræklingar í forrétt, tómat lamb í aðalrétt, eplakaka í eftir, bjór og vín að sjálfsögðu með (allt borgað af Landsbankanum). Svo þessi 4 marka leikur í brillíant veðri - og okkar menn náttla á skotskónum gegn Michael Owen og hinum vitleysingunum.

Fabio Cappello var alltaf mjög kurteis maður þau skipti sem við ræddum saman.

Sunnudeginum var eytt í Legoland - og Rannveig skemmti sér ef eitthvað betur en í fyrra skiptið. Aftur mjög heppin með veður.

T


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband