Landsbó sept 2008

FH tókst kannski að tefja titilfögnuð Keflavíkur í gær með því að sigra þá 3-2 en ekki meira en það. Fimm stig skilja liðin að, á meðan Kef á 1 leik eftir (gegn Fram) og FH tvo (Breiðablik & Fylki). Kef nánst nægir jafntefli (vegna hagstæðari markatölu. Titilinn fer til krummaskuðsins keflavíkur í ár.

KRingar eiga mjög góðan séns á evrópusætinu og ég er talsvert hissa á því. Bjóst ekki við að þeir hefðu hungur í að berjast við það. Við þurfum bara að leysa það auðvelda verkefni að taka valsara í bakaríið í hlíðarenda (ekki verra ef við gætum toppað 9-1 sem við gerðum '92) og Frammarar mega ekki vinna Keflavík.

HK og ÍA fallið eins og menn gátu gert sér grein fyrir strax í júní. Í fyrsta lagi þá átti HK aldrei að vera í deildinni í ár. Þeir héngu í henni í fyrra útaf tæknilegu atriði - aðeins 1 lið féll, þannig að HK sem endanði í 9. sæti hélt sæti sínu. Hvað ÍA varðar, þá grunar mig að Gaui hafi náð að rústa öllu því sem var þarna með framferði sínu núna síðustu 2 árin.

 landsbankadeildin

T


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband