28.9.2008 | 18:10
Bath
Heimsóttum baðsteina borgina í vikunni. Hún er 90% byggð úr baðsteini (svona gul-hvítum steini) sem unninn var úr námum í grennd við borgina. Þetta gefur henni gríðarlega fallegan sjarma, ákveðinn karakter, sem maður gleymir ekki.
Ekki spillir að B&B-ið okkar var ofarlega í brekkum Bath þannig að við fengum útsýni yfir alla borgina á meðan við dvöldum þarna.
Rajpoot heitir indverskur staður þarna. Besti indverski matur sem ég hef smakkað - og ég hef smakkað hann á nokkrum stöðum. Slær Brick Lane til að mynda gjörsamlega við, enda hefur hann unnið til margra verðlauna undanfarið. Mæli sterklega með þessum.
T
Athugasemdir
Ég hef einnig komið til Bath (reyndar með T, sem þá var 13 ára) og minnist sjarmans, Rómversku sundlauganna og pípulagnanna utan á húsunum. Þangað má komast akandi öfugum megin á veginum og skiptandi um gír með vinstri. Orð skáldsins koma upp í hugann, var það ekki Shakespeare? :
I once took a trip to Bath
And journey was really rough
I fell in the dirt
But it didn‘t hurt
Well, maybe a bit when I laugh.
GK
(já Bath rímar vel við laugh, eins og allir vita)
Guðmundur Karlsson, 29.9.2008 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.