29.9.2008 | 21:39
Landsbankadeildin 2008
Lokagraf mótsins:
Vesalings Keflvíkingarnir misstu þetta frá sér 10 mín fyrir lok móts. Maður hálfvorkennir þeim - Fimleikafélagið tók þetta fyrst og fremst á frábærri leikstýringu hjá þjálfara þeirra og KRingnum Heimi Guðjónssyni.
Fjórða sætið og bikarúrslitaleikur er ásættanleg niðurstaða fyrir KR. Við skoruðum 38 mörk í 22 leikjum miðað við 17 mörk í 18 leikjum - töluverð bæting. Ef við hefðum bara átt almennilegan striker þá hefðu við tekið þetta.
KR er 8-9 stigum frá titlinum í ár. Það eru sirka 2-3 sigurleikir. Segjum t.d. að við hefðum unnið annan af leikjunum við FH, jafnteflið við Keflavík hefði verið sigur, og við hefðum ekki tapað fyrir Grindavík suður með sjó heldur unnið þá, þá hefðum við tekið þetta. Þetta eru ekki svooo far fetched úrslit, er það?
En deildin er búin í ár. Ekkert meir fyrr en í maí. Bless.
Athugasemdir
Það kemur ekki fram hver skrifaði þessa færslu en ég skít á Sessu
Pordell (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.