7.10.2008 | 21:35
Staðan hér í London
Ég ætla nú ekki að breyta þessari síðu í einhvert grenjuathvarf fyrir þunglynda, en mér þykir ég verða segja ykkur frá því að Landsbankinn hérna í London er í algjöru lausu lofti. Öll operation hér í London hefur verið stöðvuð (af FME, Fjármála eftirliti Íslands), og starfsfólk hefur ekki hugmynd hver sé stefnan. Margir vinir okkar Sesselíu vinna þarna.
Miðað við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar finnst mér líklegast að þeir selja allar eignir til að minnka efnahagsreikning LÍ (það þýðir basically, minnka LÍ), og leggi niður starfssemina. Mér þykir það afar miður.
Kaupþing Singer & Friedlander, eins og aðrar fjármálastofnanir í London, rær nú lífróður. Stefnan er skýr. Eins og fram kemur í fjölmiðlum, þeir verða að minnka, en lifa af fyrir vikið. Vonandi.
Nú vantar okkur smá dass af heppni. Koma svo! Áfram!
T
Athugasemdir
úfff... já það er erfitt að leggjast hreinlega ekki bara í bælið akkúrat núna....já eða flöskuna
*sniff sniff
Sesselía (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.