9.10.2008 | 21:18
The Second World Depression
Ég held að þegar frá líður, eftir nokkur ár jafnvel, þegar kreppan er farinn og brjálæðislega íslenska bjartsýnin (og lántökurnar) aftur kominn á sinn stað, þá átti fólk sig á því að þetta tótal krass var óumflýjanlegt.
Ég á við, það er erfitt að sjá fyrir sér 2008 líða hjá með öllum sínum ósköpum, án þess að bankarnir færu í klessu. Kannski hefði verið hægt að redda þessu 2005/6 með einhverjum stórkostlegum lagasetningu. Eitthvað á borð við aðskilnaði viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfssemi, eða takmörk á efnahagsreikningi banka. Miklar áhættuhömlur og krafa um 30-40% lágmarks eignahlutfall (núna er það 8%).
En það hefðu allir mótmælt því af grimmd á þessum tíma. Kallað þetta óþarfa forsjáhyggju og heigulskap. Sagt að við værum að kasta ótrúlegum hagvaxta möguleikum frá okkur. Sem við hefðum vissulega verið að gera. Nei, íslenska bjartsýnin hefði aldrei leyft slíkar takmarkanir.
Íslenska bjartsýnin var fyrirfram dæmt til að hrapa í 2008 krassinu. The Second World Depression.
Sem betur fer koma þær bara á sirka 80 ára fresti :)
T
Athugasemdir
Það góða við þetta er að þegar við erum orðnir gamlir getum við potað í barnabörnin með krumpuðum krumlum og sagt "þið haldið að allt í lífinu sé ókeypis! þegar ég var ungur í kreppunni miklu 2008 þurfti ég að borða siggið mitt svo ég myndi ekki svelta"
Keli (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.