18.10.2008 | 15:12
Wellmeadow Road 68A
Við erum núna búin að negla það. Við fáum afhenta íbúðina á Wellmeadow Road þann 6. nóv og flytjum úr Catalpa Court 11. nóv. Nýja íbúðin er mjög fín, nýuppgert klósett og eldhús með risastórum garði, en heldur minni en Catalpa Court. Gestirnir okkar verða því bara að sitja þröngt.
Við spurðum Rannveigu hvort við ættum að fá okkur kettling þegar við flytjum inní nýju íbúðina, þar sem gæludýrahald er ekki bannað. Hún hafnaði því, en bað þess í stað um að fá bleikan voffa.
T
Bætt við seinna: Hér má sjá Wellmeadow á korti, miðað við Catalpa.
Athugasemdir
Okkur líst vel á thetta! Thed verdur gaman ad heimsaekja ykkur á nýja stadinn.
MAM&PAB
Guðmundur Karlsson, 20.10.2008 kl. 08:11
það verður gaman að fá ykkur :)
finnst samt réttara að vara ykkur við að það verður innheimtur smá skattur fyrir þá sem eru svo heppnir að koma fyrst í heimsókn í nýju íbúðina....við eigum nefnilega bara eina vindsæng....
Sesselía (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.