20.10.2008 | 15:24
Bragur Finnboga um Brown
Gullegg hafa glapið marga
gæsinni því kusum farga.
Þetta mun hin mesta smán
minn Gordon Brown.
Kaninn okkur keyrði í svaðið
klofdjúpt orðið grynnsta vaðið.
Elt mig hefur ólán
æ Gordon Brown.
Í Englandi höldar herða tök
hryðjuverk eru dauðasök.
Æpa margir arðrán
ó Gordon Brown.
Sæbarin húkir skáldaþjóð
soltnir yrkja atómljóð.
Yrkisefnið áþján
og Gordon Brown.
Við höfum stritað hundrað ár
hafið veitir gleði og tár.
Gefðu okkur glópalán
Gordon Brown.
Höfundur er Finnbogi Rögvaldsson, sjá hér. Hann er skyldur henni. Hann er móðurbróðurföðursystir hennar. Lifið heil.
T
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.