21.10.2008 | 08:29
Vísir punktur is
Þessa afskaplega fordómalausu og geðþekku setningu fann ég á Vísi:
"Alkunna er að Asíumenn láti dauðaóskir sínar í ljós með því að ganga berserksgang og myrða samborgara sína og oft sjálfa sig einnig."
JÁ! Það er hvorki meira né minna en alkunna að menn heimsálfunnar Asíu hafi þennan leiða sið. Okkur Vesturlandabúum þykir þetta sérstaklega leiðinleg staðreynd þar sem í Asíu búa um 4ma manns. Vó maður! Það þýðir heilmikið af dauðaóskum, berserksgangi og morðum á samborgara!
Vildi bara deila þessari skilningsríku fréttaumfjöllun Vísis með ykkur.
T
Athugasemdir
Í hvaða samhengi var þetta eiginlega?
Sesselía (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 14:56
hahaha
Tobbi minn, hafðiru samband við Vísi og greindir frá þessari hneykslan þinni?? það er sko búið að taka þessa setningu út!
Sesselía (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.