LÍN & Dagvaktin

Stórgóðar fréttir!

Ég var að fá greiðslu frá LÍN í dag, sem ég hélt að væri bara formsatriði því ég hélt ég væri búinn að taka öll 400þús sem ég átti að fá hjá þeim fyrirfram. Nei. Fyrirkomulagið hjá þeim í LÍN er þannig að þegar þeir gera áætlunina miðað þeir bara við gengi pundsins á þeim degi þegar áætlunin er gerð. Núna í dag, þegar gengið hefur hækkað um 90%, greiða þeir svo actual greiðsluna, sem er þá 90% hærri! :) :) Við fengum því tæp 800þús frá LÍN.

Takist okkur að fá þennan pening færðan frá Íslandi, sem er mögulegt skv upplýsingum okkar frá Kaupþingi, þá þýðir þetta 2 extra mánuðir hér í UK sem ég fæ til að leita að vinnu. Eða langt fram í janúar. Góðar líkur á að við höfum það af hérna sem sagt!

Annað mun mikilvægara: Horfið á Dagvaktina. Strax. Núna.

T


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vúhú - partý on ;)

Frábært að þið getið verið lengur! En þar sem ég er svo vitlaus og fatta ekki alveg það sem þú ert að segja viltu þá útskýra fyrir mér

Hafið það gott bollurassarnir mínir

Helga

Helga (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 19:32

2 identicon

LÍN gerir áætlun 1.ágúst 2007 og segir "þú þarft 1000pund, miðað við gengið 100kr á pund, gerir þetta 100.000kr". Þessar 100.000kr fær maður svo fyrirfram.

Þann 1.ágúst 2008 borgar LÍN út lánið sem er uppá 1000pund (eins og áður) en núna er gengið orðið 200kr á pund, það er 200.000kr.

Nú dregur maður 100.000 kallinn, sem maður var búinn að fá fyrirfram, frá 200.000 kallinum, og endar með 100.000 í plús. Ok?

Tobbi (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:36

3 identicon

Eins og Siggi Emil gæti sagt ykkur þá hata ég Sálina hans Jóns míns mest af öllum, líka þegar ég er fullur. Þetta er einungis vísun í Dagvaktina.

Tobbi (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:20

4 identicon

Aha - takk fyrir útskýringarnar ;)

Núna fattaði, vissi ekki hvernig þeir gerðu þetta í upphafi,þess  vegna skyldi ég eki alveg. Auk þess sem ég er bara almennt soldið treg ;)

Luv Helga

Helga (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:28

5 identicon

Núna get ég ekki ákveðið mig hvort ég ætla að óska þér til hamingju, segja góða hluti um Dagvaktina eða gera grín að Helgu DAMN IT!

tilhamingjumeðmonnerinnhahahaHelgavúúúúDagvaktin!

Keli (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband