Glæpaþing Banki

Núna ganga um netheima ótrúlegir orðrómar (sumir hugsanlega staðfestir, ég veit ekki) um undarleg vinnubrögð hjá Kaupþingsstjórninni gömlu. Það er að segja, þeirri sem var við stjórn rétt áður en Kaupþing fór down under. Einn þeirra er sá að millistjórnendu og aðrir yfirmenn hafi tekist að færa eignasöfn sín í sérstök einkafélög korteri fyrir fall. Annar rómurinn segir að stjórnendur hafi afskráð milljarða til starfsmanna .. nei fyrirgefiði, til sín sjálfra.

Tilgangur þessara aðgerða er að sjálfsögðu að bjarga eigin skinni. Með því að færa eignasafnið sitt, sem eru lán til að kaupa hlutabréf sem í dag eru núll, í annað félag, má auðvitað láta félagið verða gjaldþrota og standa sjálfur stöðugum fótum í snekkjunni sinni með kavíar í einni og kampavín í hinni. Sömuleiðis ef skuldirnar manns afskrifast allar á einu bretti. Ennfremur eru þeir að tryggja það að geta unnið áfram í banka því mér skilst að einstaklingi sem hefur orðið gjaldþrota er óheimilt að vinna í banka skv íslenskum lögum.

Reynist þetta vera satt þá getur ekki annað verið en að þetta sé lögbrot.

Skoðum fyrri róminn. Það er alveg augljóst að millistjórnendur svona hátt uppí Kaupþingi hafi vitað hvert stefndi í lok september. Ákvörðun þeirra um að færa þetta yfir í einkafélög svona stuttu fyrir hrunið þýðir bara eitt: þeir vissu að hrunið væri á leiðinni og nýttu sér það til að hagnast (eða réttara sagt, til að minnka tjón). Það getur ekki verið annað en ólögleg innhverjaviðskipti. Það er að segja viðskipti aðila sem höfðu vitneskju um Kaupþing sem ekki var aðgengileg öðrum fjárfestum. Slíkt er ólöglegt að sjálfsögðu.

Seinni rómurinn er algjörlega glórulaus (ef sannur reynist) gagnvart hluthöfum og öðrum skuldunautum Kaupþings. Þessar skuldir hverfa bara ekki hljóðalaust. Þessir menn fengu pening að láni frá Kaupþingi. Kaupþing fékk sjálft þessa peninga að láni, og þá þarf að greiða. Af íslenskum skattgreiðendum þá ef ekki þessara manna.

Ég er með óbragð í munninum á að lesa þessar fréttir. Þvílíkt pakk.

T

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þetta er nátla alveg ótrúlegt ef þetta er satt....héldu þeir virkilega að þeir kæmust upp með svona?

mér skilst að einhverjir endurskoðendur hafi rekið augun í að það var ekki allt með feldu....fussum svei

Sesselía (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:09

2 identicon

náðir þú að færa peninga á þína reikninga?

keli (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:49

3 identicon

Suss suss Keli, ekki hérna

Tobbi (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband