Vinna, flutningur og Sesselía

Ég byrja vinnu hjá Lloyds TBS bankanum sennilegast á mánudaginn í næstu viku. Ég verð staðsettur í deildinni Risk & Liquidity og mun sinna skýrslugerð og áhættu útreikningum. Þetta er Global deild sem þýðir að við verðum að vinna með hin fjölþjóðlegu útibú Lloyds (þeir eru með stór útibú í yfir 10 löndum; USA, Ekvador, Singapúr, Dubai o.fl). Þetta þýðir að ég verð mögulega á þeytingi (y eða i?) um allan heim í þessu starfi.

Við flytjum á laugardaginn. Fáum 3 fíleflda menn til að aðstoða okkur. Þeir fá hrós skilið .. og það sem skiptir meira máli, pizzu, bjór og freyðivín að verki loknu. Við ætlum nefnilega að halda innflutningspartý samhliða flutningunum. Tæpar 2 flugur í rúmlega 1 höggi.

Sesselía er að læra allar pólitískar og hagfræði hliðar evrópusambandsins (EU). Hún bíður spennt á hliðarlínunni eftir því að Ísland kinkar kolli til EU. Okkur þykir ekki ólíklegt að það gerist í vetur og því ekki hægt að biðja um betri tíma til að útskrifast fyrir hana. Hún ætlar að reyna komast að í einhverri samningsnefnd, ráðgjafanefnd eða öðru starfi sem hefði með inngönguna að gera.

T


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara ekkert annað, til lukku bæði tvö.

mam

Sigrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 15:10

2 identicon

hahaha, jájá það verður að hugsa stórt....

svo er bara eins gott að Tobbi haldi sinni fínu vinnu, mér skilst nefnilega að svona lærlingsstöður (internships) hjá stóru stofnunum séu óborgaðar.....

Sesselía (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband