Mein fjúrer

Íslendingar eru of miklir foringja dýrkendur að mínu mati. Davíð Oddson, Ingibjörg Sólrún og allir þessir gaurar í gamla daga líka. Einar Olgeirs, Bjarni Ben.

Ef Gordon Brown hefði verið forsætisráðherra á Íslandi þá hefði hann aldrei hugleitt það að segja af sér. Svoleiðis gera menn bara ekki á Íslandi.

T

Kristján: En er [þér] áfram sætt í byggingarnefnd leikhússins?
Árni: Nei, ég held að ekki bara út af þessu, heldur út af þessu fjaðrafoki öllu, þá held ég að sé eiginlega kominn tími á mig í byggingarnefnd Þjóðleikhússins.

Kristján: En fjaðrafokið er það ekki fyrst og fremst vegna þess að þú hefur kosið að segja fjölmiðlum ósatt?
Árni: Ég sagði ekki beint ósatt, ég sagði ekki allan sannleikann, en nú hef ég gert það.

Kristján: En þú sagðir að steinarnir væru á brettum út í bæ
Árni: Já, ég sagði það vegna þess að þegar maður gengur að lager hjá fyrirtæki sem selur þessa steina þá eru þeir geymdir þannig.

Kristján: En þeir voru í garðinum heima hjá þér!
Árni: Já

Kristján: Ekki á bretti út í bæ!
Árni: Nei

Kristján: En þú sagðir þjóðinni það í gær
Árni: Já, það er ósatt og það er ekki gott.

Kristján: Er þér þegar það er upplýst að þú segir þjóðinni ósatt, er þér sætt áfram sem þingmaður fyrir þjóðina?
Árni: Já, já ég held að það sé ekki þess eðlis þetta mál. Þegar standa öll járn á manni, þá reynir maður ósjálfrátt að víkja sér undan, og þetta er nú ekki alvarlegt.

Kristján: Þér finnst þetta ekki alvarlegt?
Árni: Nei, ekki stóralvarlegt, en ekki til fyrirmyndar
Árni Johnsen
 
— Úr viðtali Kristjáns Guy Burgess við Árna Johnsen alþingismann, í hádegisfréttum RÚV 16. júlí 2001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband