14.11.2008 | 14:10
Flutningar og fleira
jæja, karlinn loksins farinn að gera eitthvað af viti og vinna fyrir mér! ætli ég geti ekki séð um bloggið svona í staðinn...
Við familían fluttum síðasta laugardag með hjálp góðra og umfram allt sterkra vina, takk Gauti, Þorgeir, Hringur og Vera :D Við erum sum sé búin að minnka við okkur, erum auðvitað að bregðast við kreppunni ógurlegu. Nýja íbúðin er í svona típísk bresk íbúð (lesist vel notuð), við erum með eitt svefnherbergi og svo lítið bað og eldhús og fína stóra stofu. Ansi lítið og svolítið troðið inni hjá okkur en það er bara kósí....
Ég var svo að skila hinni íbúðinni um daginn, hún var sko teppalögð alls staðar (nýja er bara með teppi á ganginum og svefnherberginu). Kadlinn sem á fasteignasöluna kom og var að taka út ástandið á henni....dirfðist til að hreyta í mig að ég hefð nú mátt þrífa ofninn betur og sturtuna líka...fussum svei, veit ekki betur en að það hafi verið eitthvað svo gott sem lifandi í ofninum þegar Tobbi tók við íbúðinni í fyrra.
og já, varðandi teppið þá kom þessi góða lína frá manninum "I can´t even begin to imagine what´s been going on, on the carpet". Mig langaði auðvitað mest til að segja honum sannleikann....að það væri siður á Íslandi að velta sér upp úr súkkulaði og appelsínudjús og rúlla sér svo um gólfin, það væri sko þess vegna sem menn væru með parket á íbúðunum sínum þar. Já og að dóttir mín væri sko búin að bæði pissa og kúka á fína teppið hans...múhahahaha!
S
Athugasemdir
Hahahaha!
Guðrún Arna (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.