16.11.2008 | 18:18
Komandi jól
Jólin eru ekki nándar jafn "merkileg" hérna í London eins og heima. Þá meina ég, það taka ekki allir sér frí, skreyta eins og þeir eigi lífið að leysa, og borða yfir sig af mat. Til dæmis er 24. bara venjulegur vinnudagur. Af þessum sökum frekar en öðrum er ólíklegt að við komum heim til Íslands um jólin. Það er bara of risky fyrir mann í minni stöðu að taka langt jólafrí. Sérstaklega þar sem Lloyds er að yfirtaka HBOS núna á næstunni, þannig að það verður brjálað að gera.
Þetta kemur allt í ljós í næstu viku.
En fari svo að við komumst ekki heim, þá stendur góðu fólki hér til boða rúm og gistingar yfir hátíðirnar :)
T
Athugasemdir
Já könnum málið, 25. fimmtudagur, 26 bankhollyday, svo helgi, vá , vá skoðum málið.
mamma
Sigrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.