4.1.2009 | 00:37
Ég er orðinn útlendingur
Verandi 3-manna íslenska fjölskylda í London yfir áramótin ákváðum við að skella okkur af afli niður í nostalgíuna/heimþrána og gláptum allt kvöldið á íslenskt efni stream-að í gegnum internetið. Byrjuðum á innlendu fréttaefni, svo erlent, og enduðum loks á áramótaskaupinu.
Allt þetta þótti mér hin mesta skemmtun. Að vísu fannst mér innlendi fréttahlutinn heldur of fullur af "I told you so" fréttum, það er að segja, fréttir af spámönnum og völvum sem áttu að hafa séð hrunið fyrir. You´re right. Samt pínku fyngið að sjá hina og þessa alþingismenn drulla yfir IMF og fleiri. Hehe.
Eitt sem ég skildi þó ekki. Hvað varð um allar íþróttafréttirnar? Unnum við ekki silfur á einhverju geimi hérna í sumar? Spánverjar unni EM í fótbolta. Missti ég af "íþrótta annál 2008"? Ég hélt alltaf að þetta væri partur af fréttayfirlitinu þeirra. Well.
En mest sjokkerandi við kvöldið fannst mér þó þegar við kona mín voru að horfa á skaupið (sem við vorum sammála um að væri með besta móti), þegar það komu trekk í trekk atriði og sketsar þar sem var verið að gera grín að einhverju fólki sem við höfum ekki hugmynd um, eða situasjónum sem við vissum ekki jack hvað væru. T.d. þessa dæmi þar sem Jón Gnarr er að tala eins og asni með höndunum sínum (apparently var það Páll Óskar), og einhver sjónvarpsþáttum sem sökkaði (við erum ekki enn búin að komast að því um hvað það snérist).
Fokk. Ég er orðinn útlendingur.
T
Athugasemdir
Hæ, já fannst ykkur ekki Jón Gnarr góður sem Páll Óskar, hann er alltaf að auglýsa svona vittleysu, með handapati sinu.
ekki veit ég hver þessi sökk þáttir er se þú ert að vísa í ?
Vona að hitinn komist í lag sem fyrst.
mútta
Sigrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 00:23
Þið eruð annað hvort að tala um Gott kvöld með Ragnhildi Steinunni (þátturinn sem Ilmur var þáttastjórnandinn í) eða rifrildisþáttinn á ÍNN. Hef reyndar aldrei séð þann síðarnefnda en skilst að lítið annað hafi verið gert í honum annað en að rífast... ;)
Helgz out...
Helga (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.