3.3.2009 | 19:57
Allt að gerast
Já það ríkir mikil gleði á heimilinu um þessar mundir :D bæði sett af ömmum og öfum eru að koma í heimsókn núna í mars ....jeiiii , við færum að sjálfsögðu flugfélögum Íslands þakkir fyrir gott (eðlilegt) verð á flugi til London
Ég (S) er um það bil að fara yfir um af stressi, núna eru þrjár viku eftir af kennslu hjá mér, skólinn klárast 20.mars. Á þessum tíma sem er eftir á ég að flytja 2 fyrirlestra, skrifa 3 ritgerðir og skila inn tillögu að mastersritgerðinni minni. Ég svitna bara við að skrifa þetta niður ;) ... eeen eins og með flest annað þá hlýtur þetta að reddast, það verður alla veganna mitt mottó næstu dagana
Rannveig á svo afmæli á fimmtudaginn, við ætlum að fara og kaupa Thomas köku til að taka með í leikskólann og gefa krökkunum....bannað að gagnrýna bökunarleysi....kanski ég baki Betty Crocker köku handa okkur hérna heima. Gríðarlega myndarleg ;)
S
Athugasemdir
Slepptu bara kökunum og vertu dugleg að læra, það er ekki hægt að gera allt. Svo er tilvalið að senda ömmurnar og afana í bakarí þegar þau koma
Ingibjörg (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:59
Sammála þér Ingibjörg, það er nú minnsta málið að senda ömmur og afa í bakarí. Svo er nú hægt að láta Tobba baka, er það ekki ? Hlökkum mikið til að sjá ykkur og syngja fyrir afmælisbarnið. Þú ferð nú létt með þetta, snillingur eins og þú ert.
Sigrún og (Guðmundur) .
Sigrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 19:24
Til hamingju með afmælið frænka- 3 ára og voða voða stór. Pakki kemur með ömmu og afa, kveðja frá Unnir Birnu og Dagnýju Rós- kíkið inn á lheimasíðu leikskólanns okkar, við erum á Stubbakoti.
Inga frænka (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 09:44
Til hamingju með þriggja ára afmælið Rannveig Arna - hlakka til að sjá þig
Til hamingju með dótturina, Sesselía og Þorbjörn!
Árni - afi/pabbi/tengdó
Árni Þór Vésteinsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.