Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008 | 17:10
Fékk vinnuna!
Lloyds TBS here I come.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2008 | 21:23
Hjálp
Mér finnst vera komið upp nýtt platform fyrir réttinda baráttu og kjarabótum fyrir Íslendinga. Það grundvallast á incompetence alþingismanna okkar. Það er að segja vanhæfi þeirra.
Spáum bara aðeins í þessu. Við erum 300þús sem búum á Íslandi. Við eigum 1 góðann fótbolta gaur, 1 góða söngkonu, 1-2 góð tónlistabönd, 1 góða stangastökks stelpu, 1 semi-ágætan krimma rithöfund. Væri það ekki ótrúleg bjögun á þessari meðaltalsreglu að í ljósi þessa afreksfólks þá eigum við allt í einu eigum 63 geðveikt brillíant alþingsmenn? Sæll! Hvar ert þú að smíða geimflaugar?
Sjálfstæðismenn eru alveg búnnir að kúka upp á bak. Sorry en hvernig sem á það er litið, þá er það þeirra ógagnrýna kapítalíska stefna síðustu 17 ára sem kom okkur hingað. Geir Haarde er núna bara skræfa sem þorir engu, segir ekkert, gerir ekkert.
Vinstri græn eru fanatíkerar sem eru á móti aðstoð IMF, EU og vilja koma á fót netlöggu. Frjálslyndir hata non-aría og Framsókn .. humm .. Framsókn er eiginlega bara splitthópur úr Samfylkingunni. Sem er svo sem skást þessara flokka, en ég sé ekki drive-ið í henni. Það er að segja, hún hefur öll réttu málin á dagsskrá, en það er enginn sem krefst að koma þeim í gegn núna.
Nei, nú held ég að það sé best fyrir okkur að kalla til vina okkar og nágranna eftir hjálp. Noreg og EU. Ekki gegn fjármálakrísunni eða yfirgangi Breta. Heldur gegn óhæfum yfirmönnum íslenska ríkisins sjálfs!
Ísland í Noreg/EU! Alþingi burt!
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2008 | 17:48
Starfsleit 3
Gengur ágætlega. Ég fékk þær fréttir áðan frá einni ráðningastofunni að ég er í lokaúrtakinu fyrir Lloyds og þeir taka ákvörðun á morgun eða hinn. Fyrir helgi sem sagt. Úúú komm on!
Fimm aðrar umsóknir eru out in the open. Ég hef ekki enn verið boðaður í nein viðtöl í þeim en það eru ennþá bara 2 vikur liðnar frá því ég byrjaði effektíft að leita að vinnu. Svo það er algjör óþarfi að stressa sig eitthvað.
Flytjum eftir tæpar 2 vikur á Wellmeadow Road.
Á milli þess sem ég sæki um vinnur og sinni Rannveigu hitti ég konuna mína milli þess sem hún kastar af sér skóladótinu og fleygir sér í djammgallann og heldur niðurí Soho :) Nei ok, hún er alltaf að læra. Fæn.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008 | 10:27
Viðtal & Becks
Viðtalið í gær gekk vel. Ég stóðst VBA prófið sem þeir settu fyrir mig. Svaraði og spurði réttra spurninga. Þannig að ég tel mig eiga fair chance á þessaru stöðu. Ef ég fæ hana ekki þá er það sennilega vegna þess að Spiderman og The Hulk voru að sækja um hana á sama tíma.
David Beckham er á leið til AC Milan á lánssamning. Ég tel þetta vera feil múv hjá honum. Hann á miklu frekar að fara til liðs sem er frambærilegt í þeirri deild sem það er. Lið sem hefur unnið fleiri titla en nokkuð annað í heimalandi sínu. Meistarlið. Ég er að sjálfsögðu að tala um KR.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2008 | 18:43
Þrjár góðar fréttir
1. Viðtal no 2 hjá Lloyds á mánudaginn
2. Fáum styrk (fátæklinga aðstoð) frá Breskum stjórnvöldum, þ.e. atvinnuleysisbætur. Jebb. Ég er formlega orðinn aumingi á sósíalinum :Þ
3. LÍN peningarnir á leiðinni til UK á genginu 196kr pundið sem ég er stórhress með. Þegar IMF kemur með monnerinn sinn þá verður það sennilega skilyrði að íslensk stjórnvöld setji krónuna aftur á flot, sem þýðir (er ég hræddur) að gengið snarlækki niður í 300-400kr á pundið.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2008 | 12:53
sumarið 96
ohhh vá, ég er að skrifa ritgerð fyrir skólann....eða öllu heldur að þykjast skrifa ritgerð og þess í stað skoða youtube
Tobbi heldur því fram að þessi hljómsveit hérna eigi eftir að fylgja mér um ókomna tíð
takið sérstaklega eftir því hvað þeir eru gríðarlega sætir (þessi ljóshærði með potta klippinguna var uppáhaldið mitt) og með flott dansmúvv...þetta kemur mér sko klárlega í föstudagsfílinginn :D
S
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 12:20
My Dear Darling
Tekið úr Financial Times:
Darling: "What about the depositors you've got who've got deposits in London branches?
Árni M: "We have the [deposit] insurance fund according to the Directive and how that works is explained in this letter (to the UK) and the pledge ofsupport from the government to the fund."
Darling: "So the entitlements the people have which I think is about £16,000, they will be paid that?"
Árni M: "Well, I hope that will be the case. I cannot state that or guarantee that now but we are certainly working to solve this issue. This is something we really don't want to have hanging over us."
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2008 | 16:37
LÍN & Dagvaktin
Stórgóðar fréttir!
Ég var að fá greiðslu frá LÍN í dag, sem ég hélt að væri bara formsatriði því ég hélt ég væri búinn að taka öll 400þús sem ég átti að fá hjá þeim fyrirfram. Nei. Fyrirkomulagið hjá þeim í LÍN er þannig að þegar þeir gera áætlunina miðað þeir bara við gengi pundsins á þeim degi þegar áætlunin er gerð. Núna í dag, þegar gengið hefur hækkað um 90%, greiða þeir svo actual greiðsluna, sem er þá 90% hærri! :) :) Við fengum því tæp 800þús frá LÍN.
Takist okkur að fá þennan pening færðan frá Íslandi, sem er mögulegt skv upplýsingum okkar frá Kaupþingi, þá þýðir þetta 2 extra mánuðir hér í UK sem ég fæ til að leita að vinnu. Eða langt fram í janúar. Góðar líkur á að við höfum það af hérna sem sagt!
Annað mun mikilvægara: Horfið á Dagvaktina. Strax. Núna.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.10.2008 | 08:29
Vísir punktur is
Þessa afskaplega fordómalausu og geðþekku setningu fann ég á Vísi:
"Alkunna er að Asíumenn láti dauðaóskir sínar í ljós með því að ganga berserksgang og myrða samborgara sína og oft sjálfa sig einnig."
JÁ! Það er hvorki meira né minna en alkunna að menn heimsálfunnar Asíu hafi þennan leiða sið. Okkur Vesturlandabúum þykir þetta sérstaklega leiðinleg staðreynd þar sem í Asíu búa um 4ma manns. Vó maður! Það þýðir heilmikið af dauðaóskum, berserksgangi og morðum á samborgara!
Vildi bara deila þessari skilningsríku fréttaumfjöllun Vísis með ykkur.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2008 | 15:24
Bragur Finnboga um Brown
Gullegg hafa glapið marga
gæsinni því kusum farga.
Þetta mun hin mesta smán
minn Gordon Brown.
Kaninn okkur keyrði í svaðið
klofdjúpt orðið grynnsta vaðið.
Elt mig hefur ólán
æ Gordon Brown.
Í Englandi höldar herða tök
hryðjuverk eru dauðasök.
Æpa margir arðrán
ó Gordon Brown.
Sæbarin húkir skáldaþjóð
soltnir yrkja atómljóð.
Yrkisefnið áþján
og Gordon Brown.
Við höfum stritað hundrað ár
hafið veitir gleði og tár.
Gefðu okkur glópalán
Gordon Brown.
Höfundur er Finnbogi Rögvaldsson, sjá hér. Hann er skyldur henni. Hann er móðurbróðurföðursystir hennar. Lifið heil.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)