Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Breytingar framundan?

Við bíðum spennt eftir fréttum á Íslandi. Atburðir næstu daga gætu haft mikil áhrif á okkur hér í London. Við látum vita hvernig fer.

T


Nýtt líf

Nú er allt að gerast hjá okkur hjónum, Tobbi byrjaði í nýrri vinnu í gær og ég fór á fyrsta kynningarfyrirlesturinn í skólanum.

Það var mjög gaman hjá mér, ég hitti aftur nokkrar stelpur sem voru með mér í sumarskólanum og eru alla veganna 2 þeirra í sama prógrammi og ég.

Ég fékk svo skipaðan supervisor, það er svona prófessor sem hefur yfirumsjón með mínum ferli í skólanum. Hann þarf að samþykkja kúrsana mína og kemur til með að fara yfir lokaverkefnið mitt næsta sumar. Kadlinn sem ég fékk heitir Nicholas Barr....það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var auðvitað að gúgla hann ;) sá að hann er með nokkuð impressiv ferilskrá. Hefur verið hjá World bank og IMF (international monetary fund) svo hefur hann líka verið að aðstoða hinar ýmsu ríkisstjórnir við að búa til námsmanna lána kerfi , svona eins og LÍN, og lífeyrisplön. Er að fara á fyrsta fund með honum á eftir!

S


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband