Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Við erum á lífi!!

Kannski maður reyni aðeins að lífga upp þetta blogg áður en maður yfirgefur pleisið...

Ýmislegt gerst frá síðasta updeiti. Við erum á leið til Svíþjóðar í október / nóvember, þar sem ég mun hefja doktorsnám og Sesselía ætlar að eiga barnið þar (hvurs kyn við fengum ekki að sjá síðasta júlí). Planið er að setja Rannveigu á leikskóla í janúar, skólinn hjá mér byrjar 15. nóvember. Sesselía verður í fæðingaorflofi í eitt ár, eða til sirka jan 2011.

Líklegast mun þetta blogg verða lagt niður eða amk skipta um nafn þegar við flytjum til Svíþjóðar, ég geri fastráðlega ráð fyrir að bloggið muni lifa vel við þá. Enda skólalíf miklu líklegri áburður á blogg en vinna í banka. Þar að auki verður Sesselía í "fríi" (híhíhí á Sesselíu).

Vona svo að Fjölnir lifni við og taki fimleikastrákana í kvöld!

Tobbi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband