Flutningur samþykktur

Sesselía komst í LSE eins og allir vita. Venjan þegar menn sækja um í skóla eins og LSE er að velja 2 prógrömm, fyrsta og annað val. Sesselía komst auðvitað í fyrsta valið sitt en eftir sumarskólann í ágúst komst hún að þeirri niðurstöðu að val nr 2 sé áhugaverðara og hún sótti um flutning yfir í það.

Sá flutningur var samþykktur í dag. Mikil gleðitíðindi.

Annars bara same old af okkur að frétta. Vinna, ritgerð, Rannveig á leikskóla.

T

PS. Þið haldið þó ekki í alvöru að Íslendingar eigi séns Skotana, kommon!?

 


Harry Potter

Ég er búinn að dánlóda öllum 7 audio bókunum um galdrastrákinn. Þetta eru eitthvað sirka 110 klst af hlustunarefni, eða um .. 4-5 dagar samfleytt. Ég hafði nú ekki hugsað mér að hlusta á þetta allt í einu en þetta endist mér pottþétt lengi í Túbunni.

Þvílík snilld eru þessar bækur - þær eru svo enskar. Ég ætla byrja á bókum nr 6 og 7 - ég las þær á sínum tíma á svo mikilli hraðferð að það er nauðsynlegt að endurnýja kynnin.

T

PS. Ef einhver vill fá eintak af þessum hljóðbókum bara henda á mig línu.


Karíus & Baktus

Rannveig fékk geisladiskinn með þeim bræðrum frá Árna afa sínum (takk takk!). Saga þessi sem fjallar fyrst um stórfengleg afrek og síðar hrakfarir tannbræðranna á allan hug hennar Rannveigar. Sagan er (bókstaflega!) það síðasta sem hún heyrir áður en hún fer að sofa, og það fyrsta sem hún heyrir þegar hún vaknar, foreldrunum til mikillar gleði ... (hvernig gerir maður kaldhæðni í skrifuðu orði?)

Það þarf ekki að spyrja að því að litla blómið hún Rannveig finnur mikið til fyrir hönd bræðranna, og fer sjálf að kjökra þegar þeim er skolað niður í hafið. Aumingja Kaíus og Battus.

T


Verkfall

Já hvað ég er fegin að vera ekki kasólétt á Íslandi núna! Finnst þetta satt að segja algjört hneyksli, og svo er ekki næsti samningafundur fyrr en í fyrramálið. Fussum svei! Ef ég væri á landinu þá myndi ég sko mæta í fyrramálið (kl 9:30, Borgartún 21) og sýna minn stuðning við ljósmæður. (og hana nú)

Við Rannveig ætlum annnars að skella okkur í IKEA á laugardaginn, Tobbi er að vinna á fullu í ritgerðinni sinni svo hann verður bara feginn að losna við okkur. Næsta IKEA við okkur er annað hvort í Croydon (hálftími í bíl) eða í Neasden (rúm 1 klst í lestum), er ekki alveg búin að ákveða í hvora við förum. Tilgangur ferðarinnar er annars að leita að stóru stelpu rúmi fyrir Rannveigu en hún er orðin "big girl" og "no baby" svo það er kominn tími á að leggja rimlarúminu.

S


Iceland Tea Party

Dvölin á Íslandi var stutt en frábær. Hana má lýsa í fáeinum orðum: Masters fundir með Kaupþingi, FIFA tournament, brúðkaup, eftirpartý dauðans, teboð hjá Einsa. Það var ekkert panik með vitlausar dagsetningar á brottfararmiðunum í þetta skiptið og ferðirnar heim almennt mjög góðar.

 2008-ágú-085

Myndin hér að ofan er tekin í heimsókn Rannveigar til frænka sinna Unnurdagný (eins og R kallað þær). Hún skemmti sér víst drottingarlega vel.

Nú tekur við maraþon vinna við MS verkefnið sem þarf að klárast fyrir 19. sept og eftir það förum í minibreak til Bath í lok sept. Þann 1. okt byrja ég svo að vinna hjá Singer&Friedlander og Sesselía í LSE.

Eitt orð um KR. Ég hef grun um að bikarinn eigi nú allan hug KRinganna það sem eftir lifir móts og þeir munu af þeim sökum gefa eftir í baráttunni um evrópusætið (sem er 3. sætið). Valsmenn taka það sem sárabætur fyrir íslandsmeistara titilinn.

Mig langar að þakka fyrir mig og mínar dömur, öllum þeim sem buðu okkur í brúðkaup, mat, kaffi, gistingu, viskí, bakkelsi og fleira þess háttar. Við skemmtum okkur mjög vel! Takk fyrir okkur!

T

PS. Ég skora hér með á hinn helminginn að dúndra einhverju hér niður á þetta vesæla blogg.


Ísland

Við erum núna á Íslandinu kalda - hitastigið nær ekki tveggja stafa tölu og vindurinn nagar inn að beini. FIFA tournament í kvöld og svo brúðkaup á morgun. Við komum með fréttir / myndir þegar við komum tilbaka.

 vedur_island

T


Kaupþing

Fyrir þá sem vissu það ekki er það núna komið á hreint: ég er að fara vinna hjá Kaupþingi í haust. Samningurinn var gerður til eins árs og verður mjög líklega framlengt. Markaðsaðstæður í fjármálaheiminum gerðu það að verkum að samningurinn er tæknilega flókinn - ég útskýri það ekki á netinu - fólk getur bara spurt mig prívat og persónulega.

Ég er mjög ánægður með þennan díl. Við Sesselía segjum skilið við skuldasöfnun og skoðum nú bæklinga um hvers konar skellinöðru við ætlum að fá okkur :)

T


Rússar viðurkenna sjálfsstæði Suður-Ossetíu og Abkasíu

Hvað ætli líði langur tími þar til þessi héruð haldi þjóðaratkvæði um að sameinast Rússlandi?

Endanleg niðurstaða í þessu máli verður "friðsamleg" yfirtaka Rússlands á þessum héruðum tveimur í Georgíu. Ekkert ósvipað því sem Þriðja ríkið gerði við Súdeta héruðuin í Tékklandi og Austuríki.

Hvort sem það verður nýtt Kalt stríð eða ekki, þá er nokkuð ljóst að samskipti Austurs og Vesturs hafa ekki verið svona slæm síðan Cindy Lauper var á hátindi sínum.

T


B+

Dömur mínar og herrar, Sesselía Margrét Árnadóttir er á leiðinni í LSE í haust.

Helv* valsmenn

landsbankadeildin

Það eru 5 leikir eftir af sumrinu. Fyrir utan lokaleikinn gegn Val þá eiga KRingar bara auðvelda leiki eftir, það er, gegn 4 neðstu liðunum. Það ættu að heita örugg 12 stig. Svo við skulum vera bjartsýn og segja 13 stig í heildina sem KR ætti að fá það sem eftir er af móti.

Fyrir utan að Fram og Breiðablik spila innbyrðis, þá eiga bæði þessi lið eftir leiki gegn FH og Keflavík. Það er ekki hægt að búast við mikilli keppni frá þeim um evrópusætið (það er 3. sætið).

Spurningin með Valsmenn. Þeir eru 6 stigum á undan KR og fyrir utan lokaleikinn gegn okkur og annan leik gegn FH þá ættu eftirstandandi leikir að vera þeim léttir og evrópusætið þeirra.

Sanngjarnt markmið núna er 4. sætið og bikarinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband