Silfur, GKV og myndir

Fjölskyldan vaknaði galvösk í morgun, Sesselía útbjó morgunmat á meðan verri helmingurinn sá um skreytingar og tæknilegu málin, áður en úrslitaleikurinn hófst. Okkar mat á leiknum er eftirfarandi: þegar um 10 mín voru liðnar af fyrri hálfleik (staðan 4-4 sirka) þá klúðrum við 2-3 dauðafærum => sjálfstraustið hrynur => við töpum leiknum. Við erum samt mjög sátt og ánægð með silfrið! Smile

Guðrún, Kári og Vignir litli voru í heimsókn hjá okkur í 6 daga, voru að fara núna rétt áðan. Við skemmtum okkur óskaplega vel með þeim og fórum m.a. á Brick Lane og smökkuðum alvöru "curry" rétti (það þýðir Indverskir réttir, hér í UK), og líka í Legoland.

Voum að setja inn fleiri tugi mynda inn á netið - síðuna hennar Rannveigar.

S&T


Miðvikudagsgetraunin

Nefnið sesselíuna á myndinni LoL:

Trúður 1999

T


Frábært framtak hjá Kim

Nauðsynleg vitunarvakning verður að eiga sér stað og þetta slogan er að mínu mati mjög gott og lýsindi fyrir yfirganginum í sumum. Grin

Fyrir þá sem ekki vita, lesa hér.

T


Ísland komið í undanúrslit!!

RÚV má auðvitað ekki senda út beinar útsendingar í gegnum netið útaf réttindamálum. Sesselía er að vesenast útí vinnu að reyna finna lausn á þessu, fá einhvern lykil til að geta loggað sig á netið með íslenskri IP tölu (skilst mér - ég þekki þetta ekki neitt). Það verður að takast.

Það verður allavega ekki hægt að fara á neinn pöbb hérna til að horfa á handbolta.

Worst case scenario þá verður maður bara að fylgjast með strákunum okkar komast í úrslitaleikinn í gegnum Rás 2.

T


Sumarskóli

Vúhú, fyrsta færsla hjá "betri helmingi" þessarar fjölskyldu Tounge

Ég er sum sé búin að vera í geðveiki undanfarnar 3 vikur. Það var hluti af conditional offerinu mínu að ég tæki einn kúrs í sumarskóla og svo þarf ég að fá B til að komast inn í haust (allir krossa putta). Þessi kúrs (What kind of Europe) var annars mjög skemmtilegur og áhugaverður, eini gallinn var að hann var helst til intens....á þessum þremur vikum skrifaði ég ritgerð, hélt fyrirlestur og tók eitt stykki próf.

Fyrir áhugasama þá skrifaði ég ritgerð um af hverju ákvarðanir varðandi "asylum and immigration policies" í EU hafa verið flutt frá samráðsvettvangi ríkistjórna EU yfir til stofnana EU. (það er úr fyrsta pillar yfir í þriðja)....mönnum er að sjálfsögðu velkomið að nálgast mig og fá sent eintak af þessari gríðargóðu ritgerð Smile og já ég vil koma því á framfæri að þessi ritgerð er í boði Kristínar ömmu...

Sesselía


Landsbankadeildin 2008 - ágúst staðan

landsbankadeildin_agust

Titillið: Keflavík og FH.

Sterk lið sem samt eiga ekki séns í titil: Valur, Breiðablik, KR og Fram.

Miðlungslið, ekki séns á evrópusæti, heldur ekki séns á að falli: Fjölnir, Grindavík, Þróttur og Fylkir.

Falllið: HK og ÍA.

Ég veðja á Keflvíkingar verði Íslandsmeistarar, KRingar bikarmeistarar, HKingar og Skagamenn falla.


Parteii & heimsókn frá Íslandi

Buðum til öldrykkju í gærkvöldi, og komu þar saman Íslendingafélögin í Hither Green og Kennington ásamt splitt grúppu úr Skokkhópi Lewisham. Drykkjan gekk mjög vel og aðeins var eftir 1 bjór þegar upp var staðið.

Á þriðjudaginn koma í heimsókn til okkar Guðrún, Kári og Vignir. Þau gista hjá okkur í tæpa viku og ætlunin er að sýna þeim:

1) Legoland - rétt suður í Kent (30 mín lestartúr)

2) La Taceria - Mexíkanski veitingarstaður í Notting Hill

3) Greenwich Park - reyna ná síðustu heitu dögum sumarsins

T


A-

Sesselía klára var að fá einkunnina fyrir ritgerðina sína. Hún er 20% af heildareinkunn, og prófið á morgun gefur hin 80%. Lágmarkið hennar Sesselíu er B. Staðan er sem sagt góð! Smile

T

PS. 4 hæsta af 30 40 [leiðrétting] manns í kúrsinum!


Sparisjóður Mýrasýslu

SPM tapaði 5 ma. kr. á síðasta ári. Eigið fé fór úr 6 ma. kr. niður í 1.5 ma. kr.

Kaupþing er nú að hirða upp restarnar af SPM með 2 ma. kr. innspýtingu.

Allt má þetta rekja til ótrúlegra fjárfestinga, á borð við 1 ma. kr lánveitingu til "einstaklinga sem allir tengjast Icebank", til hlutafjárkaupa í Icebank. Þessi lánveiting gerist, by the way, í lok árs 2007 þegar öll rauðu ljós lausfjárskrísunnar blikka og viðvörunarbjöllunar hringja.

Hvers konar bankarekstur er þetta??

Ágæta fólk. Þetta er ástæðan fyrir því að sparisjóðir eiga ekki að vera í eigu sveitarfélaga og opinberra aðila. Þeir ráða einfaldlega ekki við svona rekstur - þeir kunna þetta ekki.

T


Fjölskyldufréttir

Þetta er það helsta:

Sesselía er í 3. vikunni sinni (af þrem) í sumarskóla LSE. Hún hefur nú skilað af sér ritgerðinni og flytur fyrirlestur í dag. Á morgun verður svo síðasti tíminn fyrir prófið sem er á föstudaginn. Efni þessa námskeiðs er EU og policy making in EU. Ég er viss um að Sesselía kemur með afar uppfræðandi færslu um námskeiðið næstu helgi.

Rannveig er að ganga í gegnum sitt versta tímabil hingað til - the terrible twos. Við reynum eftir megni að halda niðri í henni látunum, frekjunni og stælunum, það gengur stundum ekki vel Smile. Fyrir utan það líður henni vel og talar nú nær eingöngu ensku.

Ég sit nú í ritgerðarskrifum (eins og sést kannski á því hvað ég er duglegur við blogg skrif). Viðfangsefnið mitt er "Liquidity Risk" eða "Seljanleika áhætta". Í greininni minn reyni ég að setja upp stærðfræðilegan ramma fyrir áhættuna við lítinn seljanleika á markaði.

Ég fæ núna í vikunni formlegu tilboðin með öllum þeim detailum sem ég þarf til að taka rétta ákvörðun. Eins og stendur er líklegast að ég fari til svisslendinganna.

T


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband