Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.11.2008 | 00:16
Glæpaþing Banki
Núna ganga um netheima ótrúlegir orðrómar (sumir hugsanlega staðfestir, ég veit ekki) um undarleg vinnubrögð hjá Kaupþingsstjórninni gömlu. Það er að segja, þeirri sem var við stjórn rétt áður en Kaupþing fór down under. Einn þeirra er sá að millistjórnendu og aðrir yfirmenn hafi tekist að færa eignasöfn sín í sérstök einkafélög korteri fyrir fall. Annar rómurinn segir að stjórnendur hafi afskráð milljarða til starfsmanna .. nei fyrirgefiði, til sín sjálfra.
Tilgangur þessara aðgerða er að sjálfsögðu að bjarga eigin skinni. Með því að færa eignasafnið sitt, sem eru lán til að kaupa hlutabréf sem í dag eru núll, í annað félag, má auðvitað láta félagið verða gjaldþrota og standa sjálfur stöðugum fótum í snekkjunni sinni með kavíar í einni og kampavín í hinni. Sömuleiðis ef skuldirnar manns afskrifast allar á einu bretti. Ennfremur eru þeir að tryggja það að geta unnið áfram í banka því mér skilst að einstaklingi sem hefur orðið gjaldþrota er óheimilt að vinna í banka skv íslenskum lögum.
Reynist þetta vera satt þá getur ekki annað verið en að þetta sé lögbrot.
Skoðum fyrri róminn. Það er alveg augljóst að millistjórnendur svona hátt uppí Kaupþingi hafi vitað hvert stefndi í lok september. Ákvörðun þeirra um að færa þetta yfir í einkafélög svona stuttu fyrir hrunið þýðir bara eitt: þeir vissu að hrunið væri á leiðinni og nýttu sér það til að hagnast (eða réttara sagt, til að minnka tjón). Það getur ekki verið annað en ólögleg innhverjaviðskipti. Það er að segja viðskipti aðila sem höfðu vitneskju um Kaupþing sem ekki var aðgengileg öðrum fjárfestum. Slíkt er ólöglegt að sjálfsögðu.
Seinni rómurinn er algjörlega glórulaus (ef sannur reynist) gagnvart hluthöfum og öðrum skuldunautum Kaupþings. Þessar skuldir hverfa bara ekki hljóðalaust. Þessir menn fengu pening að láni frá Kaupþingi. Kaupþing fékk sjálft þessa peninga að láni, og þá þarf að greiða. Af íslenskum skattgreiðendum þá ef ekki þessara manna.
Ég er með óbragð í munninum á að lesa þessar fréttir. Þvílíkt pakk.
T
10.8.2008 | 21:02
This is what you'll get when you mess with us
Það er sennilega erfiðara en að segja það að finna gamalt soviet lýðveldi sem ekki inniheldur hérað, eða sveitarfélag of some sort, þar sem Rússar eru í miklum meirihluta. Ég man t.d. eftir því þegar ég var í Eistlandi árið 2002 að þar voru mjög stórir og konsentreðaðir hópar af Rússum í Tallinn (sjáið aðeins neðar undir "Ethnic Groups").
Spáið í skilaboðin sem stjórnvöld í Moskvu eru nú að senda þessum minnihlutahópum með aðgerðum sínum í Georgíu. Eiga fleiri en "Suður-Ossetíumenn" eftir að fylgja nú í kjölfarið?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2008 | 10:45
Skólamenntun - no good
Þetta verður síðasta blaður mitt um Ögmund í ár - ég lofa - ég bara gat ekki setið á mér þegar ég sá þetta
Tekið af síðunni hans Ögmundar:
Staðreyndir: "Meirihluti lækna [vill] að menntun þeirra sé metin að verðleikum. Svipaðir tónar hafa heyrst frá ýmsum hópum háskólamenntaðra að undanförnu. Þeir tala með fyrirlitningu um tilraunir til að jafna kjörin."
Konklúsjón: "Langskólamenntað fólk verður að skilja að menntun er ekki og á ekki að vera óskilyrt ávísun á miklu betri kjör en þeir njóta sem búa yfir minni skólamenntun. Sjálfsagt er að taka viðmið af kostnaði vegna námslána. Lengra nær mín samúð ekki."
Allt í lagi. Það á að bæta mönnum fyrir námslánið en ekki krónu meira. En ég hélt að menn kæmu út úr skólanámi sem betri starfskraftar og ættu að fá það verðlaunað. Sú hugsun hlýtur að vera röng, það er að segja annaðhvort er rangt (eða bæði):
1) menn koma út úr skólanámi sem betri starfskraftar
2) menn eiga að fá það verðlaunað
Skoðum þetta aðeins nánar.
Fyrri liðurinn hlýtur að vera vitleysa. Spáið bara aðeins í þann ofsakennda kvíða og angist sem myndi grípa ykkur ef þið lægjuð á skurðborði á Landsspítalanum og sæuð mig ganga rólega til ykkar með bros á vör og sveðjuna tilbúna .. hmm .. já það borgar sig sennilega að mennta einhvern til skurðlækninga.
Ok gott og vel. Þá hlýtur fyrri liðurinn að vera rangur og seinni leiðurinn sannur. En þá vill Ögmundur að fólk vinni störf sín betur verðlaunalaust.
Kannski er ég bara svartsýnismaður en ég held að það myndi bara leiða til hins verra. Meirihluti okkar er latur og myndi á endanum ekki nenna lengur að vinna meira fyrir enga gulrót. Sum okkar eru eflaust mikið hugsjónarfólk og myndi endast heillengi. En á endanum myndi líka það fólk hætta.
Og þá stöðvast hagvöxturinn og uppbyggingin.
Niðurstaða: Ögmundur vill halda okkur í 2008
T