Færsluflokkur: Lífstíll
18.8.2008 | 19:41
Sumarskóli
Vúhú, fyrsta færsla hjá "betri helmingi" þessarar fjölskyldu
Ég er sum sé búin að vera í geðveiki undanfarnar 3 vikur. Það var hluti af conditional offerinu mínu að ég tæki einn kúrs í sumarskóla og svo þarf ég að fá B til að komast inn í haust (allir krossa putta). Þessi kúrs (What kind of Europe) var annars mjög skemmtilegur og áhugaverður, eini gallinn var að hann var helst til intens....á þessum þremur vikum skrifaði ég ritgerð, hélt fyrirlestur og tók eitt stykki próf.
Fyrir áhugasama þá skrifaði ég ritgerð um af hverju ákvarðanir varðandi "asylum and immigration policies" í EU hafa verið flutt frá samráðsvettvangi ríkistjórna EU yfir til stofnana EU. (það er úr fyrsta pillar yfir í þriðja)....mönnum er að sjálfsögðu velkomið að nálgast mig og fá sent eintak af þessari gríðargóðu ritgerð og já ég vil koma því á framfæri að þessi ritgerð er í boði Kristínar ömmu...
Sesselía
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2008 | 19:54
Parteii & heimsókn frá Íslandi
Buðum til öldrykkju í gærkvöldi, og komu þar saman Íslendingafélögin í Hither Green og Kennington ásamt splitt grúppu úr Skokkhópi Lewisham. Drykkjan gekk mjög vel og aðeins var eftir 1 bjór þegar upp var staðið.
Á þriðjudaginn koma í heimsókn til okkar Guðrún, Kári og Vignir. Þau gista hjá okkur í tæpa viku og ætlunin er að sýna þeim:
1) Legoland - rétt suður í Kent (30 mín lestartúr)
2) La Taceria - Mexíkanski veitingarstaður í Notting Hill
3) Greenwich Park - reyna ná síðustu heitu dögum sumarsins
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 17:08
A-
Sesselía klára var að fá einkunnina fyrir ritgerðina sína. Hún er 20% af heildareinkunn, og prófið á morgun gefur hin 80%. Lágmarkið hennar Sesselíu er B. Staðan er sem sagt góð!
T
PS. 4 hæsta af 30 40 [leiðrétting] manns í kúrsinum!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2008 | 20:05
Ég er svo silly
Tobbi: "Á pabbi þessa greiðu?"
Rannveig: "No pabbi, no, é á ana!"
Tobbi: "Má pabbi ekki nota hana?"
Rannveig: "No pabbi, no funny. Pabbi silly!!"
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)