Sjúklingar og mýs

Hér á heimilinu er nú eintómt volæði og allir lagstir í bælið.... eða því sem næst. Tobbi náði sér í Lloyds flensu og smitaði svo mig, sem betur fer hefur Rannveig sloppið so far.

Rannveig er hins vegar aftur komin með astma púst, hún er búin að vera með hósta núna síðustu tvær vikur sem var bara ekkert að fara. Fórum loksins til læknis á mánudag sem vildi setja hana beint á púst, sérstaklega þar sem hún fékk RS vírusinn þegar hún var minni... þetta eru líklegast einhver eftirköst af honum, lungun eru veikari og ráða ekki við að losa sig við svona sýkingar. En sem betur fer á þetta nú að eldast af henni, ætti vonandi allt að vera búið svona um 5 ára aldur!

Flensa og volæði væri sko alveg nóg að berjast við en við familían höfum verið önnum kafin við músaveiðar undanfarið...og við höfum ekki þurft að leita langt...bara hérna í stofunni!

ojojojojojoj

sem betur fer er að koma hingað meindýraeyðir á föstudaginn, hann ætlar að taka mýsnar með sér á fallegan bóndabæ í sveitinni!!

 S


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha! Segið þið þetta um mýsnar við Rannveigu eða viljip þið ekki horfast í augu við fjöldamorðin sem munu eiga sér stað á heimilinu?

Guðrún Arna (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 15:20

2 identicon

neinei, þetta er sko fyrir viðkvæma lesendur...svona eins og hann föður minn!

Sesselía (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:28

3 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Hæ snúllur, við hérna í Hafnarfirði erum sko sérfræðingar í að veiða mýs setja í glerkrukkur og gefa að borða til að gefa þeim orku áður en þeim er hleypt aftur út í ljóta stóra hraunheiminn.

Ef þið bara borgið farið fyrir okkur getum við Kalli komið og bjargað músavandamálum ykkar á mjög mannúðlegan hátt.

Unnur Arna Sigurðardóttir, 27.11.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband