16.1.2009 | 20:00
Helgin komin loksins ...
Lífið gengur í fullkomri lotu þessa dagana: vinna-læra-elda-vaskaupp-sofa
Sesselía sá fólk fyrir utan skólann sinn um daginn, umvafið ísraelska fánanum, og kallandi á réttlátari sýn á aðgerðum þeirra: það er að segja, þeir vildu meiri pro-israel fréttir og umfjallanir.
Vinnan hjá mér hectic. Samruninn við Skotana verður í næstu viku, og gríðarleg undirbúningsvinna í gangi. Uppá framhaldið þá vona menn það besta, undirbúa sig fyrir versta.
Rannveigu líður mjög vel, loksins kominn í rútínu. Hún ætlar að hætta sofa með bleiju í nótt - við erum samt tilbúin með pissulak undir öllu. Tími til kominn, hún hætti með bleiju á daginn fyrir núna hálfu ári rúmlega ... :Þ
Að lokum hvet ég alla góða menn til að ganga til liðs við hið eina sanna lið Lundúnar. Hið samba bolta spilandi suð-austur Londoníska MILLWALL. Þeir eru að vísu í C-deildinni, en það tekur bara 30 mín að komast á völlinn, kosta 15-20 pund inn og þú færð alltaf miða.
T
Athugasemdir
HÆ snúllur, vona að þið hafið það sem allra best og að allt eigi eftir að ganga vel í samrunanum.
Kær kv.
Unnur Arna Sigurðardóttir, 18.1.2009 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.