20.1.2009 | 20:54
Been there, done that
Efnahagur Stóra Bretlands skelfur þessa stundina. Menn hafa ekki verið svona svartsýnir síðan í Sept 2008 ... ekki beinlínis langt síðan, en það var einmitt í þeim mánuði þegar fjárfestingabankinn Lehman Brothers féll, sem var upphafið að hruni Íslands svo eitt dæmi af fjölmörgum sé tekið.
Hlutabréf breskra banka hefur hrunið síðustu 2 daga, en einmitt um helgina gaf RBS (Royal Bank of Scotland) yfirlýsingu um GBP 8bn tap á 1. ársfjórðungi. Þetta er sirka ISK 1600milljarðar. Við í Lloyds sameinuðumst skoska bankanum HBOS um helgina, sem var (er) stór þátttakandi á húsnæðismakaðinum. En húsnæðismarkaðurinn hér í Bretlandi er, líkt og á Íslandi, á leiðinni til helvítis.
Svo er pundið búið að hrynja síðastliðna 6 mánuði. Fólk talar um að bankarnir séu "of stórir" til að ríkisstjórnin leyfi þeim að hrynju (sounds familiar?). Ennfremur kvarta bankamenn að "fjölmiðlamenn séu nú ekki beint réttlátir í umfjöllun sinni" (heard that before). Lausfé staða fjármálakerfisins er sögð sterk og, ólíkt Íslandi, þá geti ríkisstjórnin komið í veg fyrir hugsanlegt hrun (really?).
Ég verð að segja, að fyrir Íslendingi er þetta eins og eitt risastórt deja vu. Nákvæmlega sömu yfirlýsingarnar. Sömu áhættumælikvarðarnir farnir að pípa. Hvað er framundan?
T
Athugasemdir
Já þetta er svolítið ískyggilegt. Við skulum samt vona að þeir Bretar upplifi ekki jafn hrikalegt hrap og við í haust - nema Gordon Brown og hundurinn hans Darling - þeir mega upplifa harða lendingu á afturendann þegar þeim verður skutlað inn í klefana sína í Old Baily til refsingar fyrir mannvonsku, tækifærislygar og bara almennt fyrir að vera of líkir Davíð Oddssyni.
Guðmundur Karlsson, 26.1.2009 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.