3.2.2009 | 09:25
Snjórrrr
jebbs, það er allt á öðrum endanum hér í London og UK núna. Við vöknuðum í gærmorgun og sáum að það var svona 15cm snjór úti. Tobbi ákvað nú samt að athuga hvort að lestin gengi uppá að komast í vinnuna......hann kom heim hálftíma síðar með þær upplýsingar að það væru engar lestir hjá South eastern (lestirnar sem við tökum til að komast niður í central L) og heldur engir strætóar.
Hann komst nú samt á endanum í vinnuna, gekk í einn og hálfan klukkutíma að næstu opnu neðanjarðarlestarstöð og gat tekið hana áleiðis, gekk svo aftur í einhvern hálftíma að vinnunni.
Leikskólinn hjá Rannveigu var lokaður, starfsfólkið komst ekki í vinnuna og allri kennslu í skólanum hjá mér var aflýst - í gær og í dag. Við Rannveig höfðum það sum sé náðugt í gær (og stefnum á svipað í dag). Ég vildi auðvitað fara út og leika í snjónum í gær....dró greyið Rannveigu útí Mountsfield garðinn sem er hér nálægt og ætlaði sko aldeilis að búa til snjókall og fleira skemmtilegt....
Rannveig var ekki sammála og var skíthrædd og taugatrekkt útaf öllum snjónum, kornið sem fyllti svo ofsa hræðslu mælinn hennar var þegar ég fleygði mér í snjóinn og gerði snjóengil....barnið trylltist af hræðslu og lyppaðist niður :( ég að sjálfsögðu hló smá en mér var ekki hlátur í hug 20 mínútum seinna þegar ég var loksins komin með hana heim (þurfti auðvitað að halda á henni alla leið) og hún var ennþá grátandi. Eftir þessa svaðilför þá bað hún um að fá að leggja sig og svaf í 2 klukkutíma.
eeen Við gerðum aðra tilraun seinna um daginn og þá bara í litla garðinum okkar, það gekk miklu betur og bjuggum við til svaka fínan snjókall og nokkra snjóengla.
Það verður að segja að það er ofsa kósí að fá bara frí í vinnunni og skólanum þegar það kemur smá snjór ;) í dag er til dæmis sól og heiðskírt og snjór....bara næs
S
Athugasemdir
Hæ Sesselía
Guð hvað ég skil þig, ég hefði líka hlegið, hvaðan hefur barnið þetta hugleysi ?
Sigrún
sigrún (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:21
Ojojojoj, ég vildi að það væri frí hér þegar það snjóar svona hér...
En afhverju er barnið haldið þessari ofsahræðslu við snjó? Vona að það snjói meira á ykkur svo þið fáið meira frí ;)
Helga (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:21
Minnir að mamma hennar hafi nú ekki verið alltof hrifin af grasi þegar hún var á þessum aldri...
Ingibjörg (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 22:21
sko, mér til varnar þá er gras miklu hættulegra en snjór, það eru pöddur í grasinu
hún Rannveig greyið er bara alger kjúklingur, hún hefur til dæmis aldrei fengist til að róla, ekki nema með pyntingum og gráti. Hún er líka sjúklega hrædd við kusk þvi hún heldur að það séu kóngulær ;)
Sesselía (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.