Londonlíf no. 343

Löngu kominn tími .. já já ég veit.

Ég var að hlaða upp massa mikið af myndum á netið. Þær eru geymdar á Barnalands síðunni hennar Rannveigar, sjá hér. Ef þið eruð ekki með lykilorðið þá sendiði okkur Sesselíu bara línu og við kippum því í laginn.

Staðan okkar hér í London er góð. Hvað svo sem fréttirnar á Íslandi segja um England, þá er ástandið hérna bara sæmilegt, og fer batnandi nota bene. Menn eru loksins farnir að horfa til framtíðar. Ég er samt ekki enn kominn með fasta stöðu hjá Lloyds - og ekki líkur á að það gerist í bráð. Þeir rúlla örugglega samningnum bara áfram næstu mánuðina.

Afmælið hennar Rannveigar eru að koma í næstu viku 5. mars fyrir þá sem ekki muna!! Við foreldrarnir erum að spá í að gefa henni "tvíhjól" eins og Sesselía kallar það - en það er í raun algert rangnefni. Fjórhjól væri rétt nafn á þetta, því við erum að tala um venjulegt 2-hjól með hjálparadekkjum (+2 hjól ekki satt)?

Keyptum okkur Guitar Hero World Tour um daginn .. úff. Þvílíkt gaman. Ég skora á hvern þann sem þorir að koma til London í keppni - og horfa á hann gráta, múhahaha.

T


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh hvað var gott að skoða þessar nýju myndir af ykkur. Var næstum búin að gleyma hvernig þið lítið út... ;) Sakna ykkar allra ómennskt!!!

Lots of luv - Helga

Helga (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband