Cumberland Lodge

Jæja, þá er ég komin heim úr þriggja daga workshopi (fylleríisferð) með skólanum. Þetta var sum sé workshop á vegum stofnunarinnar sem prógrammið mitt er í - European Institute. Við fórum til Cumberland Lodge http://www.cumberlandlodge.ac.uk/ sem er rétt hjá Windsor (þar sem drollan býr) og hlustuðum á fyrirlestra um "the financial crisis".

Það komu margir mjög skemmtilegir lesarar, til dæmis Jón Daníelsson (ég fékk mikla athygli eftir fyrirlesturinn hans) Willem Buiter (sem er td búin að vera eitthvað að vesenast á Íslandi) og svo fengum við líka einn af aðal ráðgjöfum Gordons Brown í heimsókn. Að lokum verður að nefnast að það voru gríðarlegar skemmtanir bæði kvöldi sem við vorum í kastalanum........ég er enn að jafna mig!

Eini gallinn við alla þessa fyrirlestra er að þeir gerðu mann rosalega svartsýnan, allir kallarnir vildu meina að við værum ekki komin  á botninn á krísunni...yrði líklega fyrri part sumars. Auðvitað lítið sem maður getur gert í því....

Annars er Rannveig opinberlega orðin snillingur núna :D Kennararnir á leikskólanum tóku Tobba tali í gær og voru að segja hvað þau voru impressed yfir því að hún kunni stafinn sinn og að hún þekki nafnið sitt þegar það er skrifað. Hún kann núna stafinn sinn R og minn S og Tobba T/Þ. jú og hún veit að Árna afa stafur er A ;) svo veit hún líka að Natalie (aðal kennarinn hennar) á N. Hún er víst eina á deildinni sinni sem kann stafina eða hefur áhuga á stöfunum

smá mont hér.....hehe

S


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sesselía mín - gott að wörksjoppið tókst vel. Mér finnst nú óþarfi að tala um fyllerísferð þótt gleði hafi ríkt á kvöldin

Vona að þú jafnir þig á krísusvartsýninni  - þetta fer allt einhvern veginn á endanum

 Stoltur af Rannveigu Örnu.

 kv. pabbi/afi

Arni Vesteinsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 09:36

2 identicon

Flott hjá Rannveigu og haldið þessu áfram kennið henni tölustafina líka.

Inga frænka (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband