Að veðja á krónu

Inn- og útflytjendur verða, náttúru starfs síns vegna, fyrir mikilli gjaldeyrisáhættu. Það er að segja, innflytjandi kaupir fyrir erlendan gjaldeyri (segjum EUR), og selur fyrir krónur (ISK), græðir ef krónan styrkist, öfugt fyrir útflytjandann, hann græðir ef krónan veikist.

Þessir aðilar eru miklir sérfræðingar á sínum sviðum, t.d. fiskifélög, bílasalar, álframleiðendur, sokkasmiðir og fleiri. Þeir hafa góða þekkingu á sínu fagi. En, það sem þeir hafa alls ekki er skilningur eða kunnáttu á fjármálum markaðanna, og ættu því aldrei að taka gjaldeyrisáhættu.

Takið eftir að þegar ég segi gjaldeyrisáhættu þá meina ég, að þeir ættu aldrei að veðja á hvort krónan veikist eða styrkist. Þeir einfaldlega hafa ekkert fyrir sér í því og setja hagsmuni félagsins í voða með slíku braski (finnst mér). Þeirra sérþekking liggur í grunn starfsseminni sjálfri, ekki fjármálunum sem óhjákvæmlega hafa þó áhrif á árangur þeirra. Hvað er til ráða?

Þetta vandamál með auðveldum hætti leysa. Nefnilega með kaupum á svokölluðum gjaldeyrisafleiðum sem í stuttu máli virka þannig: tökum fiski útflytjanda sem dæmi. Hann selur fisk fyrir EUR en greiðir kvóta með ISK. Þá gerir hann samning við bankann sinn þannig að á tilsettum degi (þegar hann selur fiskinn) þá skuldbindi hann sig að selja evrurnar sem hann fær fyrir fiskinn til bankans fyrir krónur á tilsettu gengi (sem stærðfræðilega er reiknað út).

Svona gjaldeyrisvörn virkar svo þannig að hækki virði aflans vegna þess að krónan veikist þá kemur tap á afleiðunsamninginn. Lækki hins vegar virði aflans, gefur samningurinn af sér gróða. Nettó niðurstaðan er, engin áhrif vegna gengisbreytinga (fyrir utan þóknunina til bankans).

Þeir inn- og útflytjendur sem gera ekki svona samninga eru að veðja á að krónan veikist eða styrkist, svo einfalt er það.

Það er einmitt þeir sem hafa veðjað mest sem settu Ísland á hausinn. Ekki hinir sem reyndu að offsetta veðið, og einbeinta sér að raunverulegu starfseminni - en einhverju gambli sem þeir hafa ekki hundsvit á.

T


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ae tetta er natla bara brandari ad segja upp folki sem hefur verid ad reyna ad lagmarka ahaettuna fyrir felagid....

eigendurnir eru ad kvarta nuna tvi ef teir hefdu ekki gert sig ahettu-neutral med samningum ta hefdu teir getad graett a tvi ad kronan felli

tu aettir kanski ad senda Isfelaginu i vestmannaeyjum bref og utskyra fyrir teim hvernig afleidusamningar virka og af hverju menn gera ta ;)

Sesselia (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband