Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ísland

Við erum núna á Íslandinu kalda - hitastigið nær ekki tveggja stafa tölu og vindurinn nagar inn að beini. FIFA tournament í kvöld og svo brúðkaup á morgun. Við komum með fréttir / myndir þegar við komum tilbaka.

 vedur_island

T


Kaupþing

Fyrir þá sem vissu það ekki er það núna komið á hreint: ég er að fara vinna hjá Kaupþingi í haust. Samningurinn var gerður til eins árs og verður mjög líklega framlengt. Markaðsaðstæður í fjármálaheiminum gerðu það að verkum að samningurinn er tæknilega flókinn - ég útskýri það ekki á netinu - fólk getur bara spurt mig prívat og persónulega.

Ég er mjög ánægður með þennan díl. Við Sesselía segjum skilið við skuldasöfnun og skoðum nú bæklinga um hvers konar skellinöðru við ætlum að fá okkur :)

T


Rússar viðurkenna sjálfsstæði Suður-Ossetíu og Abkasíu

Hvað ætli líði langur tími þar til þessi héruð haldi þjóðaratkvæði um að sameinast Rússlandi?

Endanleg niðurstaða í þessu máli verður "friðsamleg" yfirtaka Rússlands á þessum héruðum tveimur í Georgíu. Ekkert ósvipað því sem Þriðja ríkið gerði við Súdeta héruðuin í Tékklandi og Austuríki.

Hvort sem það verður nýtt Kalt stríð eða ekki, þá er nokkuð ljóst að samskipti Austurs og Vesturs hafa ekki verið svona slæm síðan Cindy Lauper var á hátindi sínum.

T


B+

Dömur mínar og herrar, Sesselía Margrét Árnadóttir er á leiðinni í LSE í haust.

Helv* valsmenn

landsbankadeildin

Það eru 5 leikir eftir af sumrinu. Fyrir utan lokaleikinn gegn Val þá eiga KRingar bara auðvelda leiki eftir, það er, gegn 4 neðstu liðunum. Það ættu að heita örugg 12 stig. Svo við skulum vera bjartsýn og segja 13 stig í heildina sem KR ætti að fá það sem eftir er af móti.

Fyrir utan að Fram og Breiðablik spila innbyrðis, þá eiga bæði þessi lið eftir leiki gegn FH og Keflavík. Það er ekki hægt að búast við mikilli keppni frá þeim um evrópusætið (það er 3. sætið).

Spurningin með Valsmenn. Þeir eru 6 stigum á undan KR og fyrir utan lokaleikinn gegn okkur og annan leik gegn FH þá ættu eftirstandandi leikir að vera þeim léttir og evrópusætið þeirra.

Sanngjarnt markmið núna er 4. sætið og bikarinn.


Silfur, GKV og myndir

Fjölskyldan vaknaði galvösk í morgun, Sesselía útbjó morgunmat á meðan verri helmingurinn sá um skreytingar og tæknilegu málin, áður en úrslitaleikurinn hófst. Okkar mat á leiknum er eftirfarandi: þegar um 10 mín voru liðnar af fyrri hálfleik (staðan 4-4 sirka) þá klúðrum við 2-3 dauðafærum => sjálfstraustið hrynur => við töpum leiknum. Við erum samt mjög sátt og ánægð með silfrið! Smile

Guðrún, Kári og Vignir litli voru í heimsókn hjá okkur í 6 daga, voru að fara núna rétt áðan. Við skemmtum okkur óskaplega vel með þeim og fórum m.a. á Brick Lane og smökkuðum alvöru "curry" rétti (það þýðir Indverskir réttir, hér í UK), og líka í Legoland.

Voum að setja inn fleiri tugi mynda inn á netið - síðuna hennar Rannveigar.

S&T


Miðvikudagsgetraunin

Nefnið sesselíuna á myndinni LoL:

Trúður 1999

T


Frábært framtak hjá Kim

Nauðsynleg vitunarvakning verður að eiga sér stað og þetta slogan er að mínu mati mjög gott og lýsindi fyrir yfirganginum í sumum. Grin

Fyrir þá sem ekki vita, lesa hér.

T


Ísland komið í undanúrslit!!

RÚV má auðvitað ekki senda út beinar útsendingar í gegnum netið útaf réttindamálum. Sesselía er að vesenast útí vinnu að reyna finna lausn á þessu, fá einhvern lykil til að geta loggað sig á netið með íslenskri IP tölu (skilst mér - ég þekki þetta ekki neitt). Það verður að takast.

Það verður allavega ekki hægt að fara á neinn pöbb hérna til að horfa á handbolta.

Worst case scenario þá verður maður bara að fylgjast með strákunum okkar komast í úrslitaleikinn í gegnum Rás 2.

T


Sumarskóli

Vúhú, fyrsta færsla hjá "betri helmingi" þessarar fjölskyldu Tounge

Ég er sum sé búin að vera í geðveiki undanfarnar 3 vikur. Það var hluti af conditional offerinu mínu að ég tæki einn kúrs í sumarskóla og svo þarf ég að fá B til að komast inn í haust (allir krossa putta). Þessi kúrs (What kind of Europe) var annars mjög skemmtilegur og áhugaverður, eini gallinn var að hann var helst til intens....á þessum þremur vikum skrifaði ég ritgerð, hélt fyrirlestur og tók eitt stykki próf.

Fyrir áhugasama þá skrifaði ég ritgerð um af hverju ákvarðanir varðandi "asylum and immigration policies" í EU hafa verið flutt frá samráðsvettvangi ríkistjórna EU yfir til stofnana EU. (það er úr fyrsta pillar yfir í þriðja)....mönnum er að sjálfsögðu velkomið að nálgast mig og fá sent eintak af þessari gríðargóðu ritgerð Smile og já ég vil koma því á framfæri að þessi ritgerð er í boði Kristínar ömmu...

Sesselía


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband