Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Landsbankadeildin 2008 - ágúst staðan

landsbankadeildin_agust

Titillið: Keflavík og FH.

Sterk lið sem samt eiga ekki séns í titil: Valur, Breiðablik, KR og Fram.

Miðlungslið, ekki séns á evrópusæti, heldur ekki séns á að falli: Fjölnir, Grindavík, Þróttur og Fylkir.

Falllið: HK og ÍA.

Ég veðja á Keflvíkingar verði Íslandsmeistarar, KRingar bikarmeistarar, HKingar og Skagamenn falla.


Parteii & heimsókn frá Íslandi

Buðum til öldrykkju í gærkvöldi, og komu þar saman Íslendingafélögin í Hither Green og Kennington ásamt splitt grúppu úr Skokkhópi Lewisham. Drykkjan gekk mjög vel og aðeins var eftir 1 bjór þegar upp var staðið.

Á þriðjudaginn koma í heimsókn til okkar Guðrún, Kári og Vignir. Þau gista hjá okkur í tæpa viku og ætlunin er að sýna þeim:

1) Legoland - rétt suður í Kent (30 mín lestartúr)

2) La Taceria - Mexíkanski veitingarstaður í Notting Hill

3) Greenwich Park - reyna ná síðustu heitu dögum sumarsins

T


A-

Sesselía klára var að fá einkunnina fyrir ritgerðina sína. Hún er 20% af heildareinkunn, og prófið á morgun gefur hin 80%. Lágmarkið hennar Sesselíu er B. Staðan er sem sagt góð! Smile

T

PS. 4 hæsta af 30 40 [leiðrétting] manns í kúrsinum!


Sparisjóður Mýrasýslu

SPM tapaði 5 ma. kr. á síðasta ári. Eigið fé fór úr 6 ma. kr. niður í 1.5 ma. kr.

Kaupþing er nú að hirða upp restarnar af SPM með 2 ma. kr. innspýtingu.

Allt má þetta rekja til ótrúlegra fjárfestinga, á borð við 1 ma. kr lánveitingu til "einstaklinga sem allir tengjast Icebank", til hlutafjárkaupa í Icebank. Þessi lánveiting gerist, by the way, í lok árs 2007 þegar öll rauðu ljós lausfjárskrísunnar blikka og viðvörunarbjöllunar hringja.

Hvers konar bankarekstur er þetta??

Ágæta fólk. Þetta er ástæðan fyrir því að sparisjóðir eiga ekki að vera í eigu sveitarfélaga og opinberra aðila. Þeir ráða einfaldlega ekki við svona rekstur - þeir kunna þetta ekki.

T


Fjölskyldufréttir

Þetta er það helsta:

Sesselía er í 3. vikunni sinni (af þrem) í sumarskóla LSE. Hún hefur nú skilað af sér ritgerðinni og flytur fyrirlestur í dag. Á morgun verður svo síðasti tíminn fyrir prófið sem er á föstudaginn. Efni þessa námskeiðs er EU og policy making in EU. Ég er viss um að Sesselía kemur með afar uppfræðandi færslu um námskeiðið næstu helgi.

Rannveig er að ganga í gegnum sitt versta tímabil hingað til - the terrible twos. Við reynum eftir megni að halda niðri í henni látunum, frekjunni og stælunum, það gengur stundum ekki vel Smile. Fyrir utan það líður henni vel og talar nú nær eingöngu ensku.

Ég sit nú í ritgerðarskrifum (eins og sést kannski á því hvað ég er duglegur við blogg skrif). Viðfangsefnið mitt er "Liquidity Risk" eða "Seljanleika áhætta". Í greininni minn reyni ég að setja upp stærðfræðilegan ramma fyrir áhættuna við lítinn seljanleika á markaði.

Ég fæ núna í vikunni formlegu tilboðin með öllum þeim detailum sem ég þarf til að taka rétta ákvörðun. Eins og stendur er líklegast að ég fari til svisslendinganna.

T


KRingar

Ég er meira en lítið ósáttur með frammistöðu minna manna í sumar. Eftirfarandi hef ég um þá að segja:

1) Hvað í ansk* er Gunnlaugur Jónsson að gera í liðinu? Höfum við virklega ekki betri valmöguleika í miðvörðinn?

2) Kaupin á Bjarna Guðjóns. Til hvers í ósköpunum erum við að fá til okkar offitusjúkling og veruleikafirrtan skagamann sem kemur bara með skítamóral í liðið? (ég hefði haldið við KRingar ættum núþegar fullt í fangi við að halda móralnum góðum).

3) Karakterinn í liðnu. Ég hef ekki séð liðið koma tilbaka í allt sumar - það er að segja, lenda undir og vinna það upp - ef frá er talið jafnteflið gegn Blikum í vikunni.

Bitri-Tobbi frá Sorgarstöðum í Grenjuvík


This is what you'll get when you mess with us

Það er sennilega erfiðara en að segja það að finna gamalt soviet lýðveldi sem ekki inniheldur hérað, eða sveitarfélag of some sort, þar sem Rússar eru í miklum meirihluta. Ég man t.d. eftir því þegar ég var í Eistlandi árið 2002 að þar voru mjög stórir og konsentreðaðir hópar af Rússum í Tallinn (sjáið aðeins neðar undir "Ethnic Groups").

Spáið í skilaboðin sem stjórnvöld í Moskvu eru nú að senda þessum minnihlutahópum með aðgerðum sínum í Georgíu. Eiga fleiri en "Suður-Ossetíumenn" eftir að fylgja nú í kjölfarið?


Fjölnir: Blaðran sprungin

Þeir eru skólabókardæmi um spólgraða nýliða sem ætla svo aldeilis að sanna sig fyrir stóru strákunum. Djöfluðust í KR, Keflavík og hirtu mýmörg stig af litlu liðunum. Gott ef þeir voru ekki í 3.-4. sæti hérna um miðjan júlí.

En alveg eins og maður hefur séð milljón sinnum áður, þá endast svona talent-laus lið ekki út tímabilið. Þeir hafa viljann og reyna halda þessu út á sprettinum - en það kemur alltaf að því að liðið springur á limminu.

Ég man sérstaklega eftir Þrótturum 2003. Þeir voru í efsta sæti eftir 9 umferðir - sem þá var hálft sumarið.

Þeir féllu um haustið.

T


Ég er svo silly

Tobbi: "Á pabbi þessa greiðu?"

Rannveig: "No pabbi, no, é á ana!"

Tobbi: "Má pabbi ekki nota hana?"

Rannveig: "No pabbi, no funny. Pabbi silly!!"


Breaking News

Við erum á leið í mini heimsókn til Íslands í lok ágúst. Ég og Rannveig komum að kvöldi miðvikudagsins 27. ágúst, Sesselía kemur eftir vinnu föstudaginn 29. ágúst. Við förum svo aftur heim til Englands 1. september.

Óli og María geta því andað léttar - uppáhalds gestirnir þeirra verða á staðnum.

T


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband