Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
5.8.2008 | 18:39
Brúðkaupsafmæli, Rannveig og atvinna haustsins
Í dag fögnuðum við hjónin eins árs brúðkaupsafmæli okkar. Pappírs-hjón held ég að við köllumst núna - heldur ótraustvekjandi verð ég að segja. Hátíðarhöldin voru látlaus. Sesselía bakaði mér franska súkkulaðiköku - ég held í vonina að nú hafi verið skapað fordæmi sem Sesselía þurfi að toppa 5. ágúst, ár hvert!
Rannveig eldist hraðar en aðrir í fjölskyldunni. Núna er manni sagt að hypja sig fram á gang á meðan hún gerir nr 2.
Jobb mál haustsins eru farin að skýrast. Ég get sagt með vissu núna að ég verð ekki atvinnulaus . Það eru tveir aðilar sem koma til greina og næst á dagsskrá er að skoða þá betur. Þetta verður sennilegast komið í ljós í næstu viku.
T
4.8.2008 | 10:45
Skólamenntun - no good
Þetta verður síðasta blaður mitt um Ögmund í ár - ég lofa - ég bara gat ekki setið á mér þegar ég sá þetta
Tekið af síðunni hans Ögmundar:
Staðreyndir: "Meirihluti lækna [vill] að menntun þeirra sé metin að verðleikum. Svipaðir tónar hafa heyrst frá ýmsum hópum háskólamenntaðra að undanförnu. Þeir tala með fyrirlitningu um tilraunir til að jafna kjörin."
Konklúsjón: "Langskólamenntað fólk verður að skilja að menntun er ekki og á ekki að vera óskilyrt ávísun á miklu betri kjör en þeir njóta sem búa yfir minni skólamenntun. Sjálfsagt er að taka viðmið af kostnaði vegna námslána. Lengra nær mín samúð ekki."
Allt í lagi. Það á að bæta mönnum fyrir námslánið en ekki krónu meira. En ég hélt að menn kæmu út úr skólanámi sem betri starfskraftar og ættu að fá það verðlaunað. Sú hugsun hlýtur að vera röng, það er að segja annaðhvort er rangt (eða bæði):
1) menn koma út úr skólanámi sem betri starfskraftar
2) menn eiga að fá það verðlaunað
Skoðum þetta aðeins nánar.
Fyrri liðurinn hlýtur að vera vitleysa. Spáið bara aðeins í þann ofsakennda kvíða og angist sem myndi grípa ykkur ef þið lægjuð á skurðborði á Landsspítalanum og sæuð mig ganga rólega til ykkar með bros á vör og sveðjuna tilbúna .. hmm .. já það borgar sig sennilega að mennta einhvern til skurðlækninga.
Ok gott og vel. Þá hlýtur fyrri liðurinn að vera rangur og seinni leiðurinn sannur. En þá vill Ögmundur að fólk vinni störf sín betur verðlaunalaust.
Kannski er ég bara svartsýnismaður en ég held að það myndi bara leiða til hins verra. Meirihluti okkar er latur og myndi á endanum ekki nenna lengur að vinna meira fyrir enga gulrót. Sum okkar eru eflaust mikið hugsjónarfólk og myndi endast heillengi. En á endanum myndi líka það fólk hætta.
Og þá stöðvast hagvöxturinn og uppbyggingin.
Niðurstaða: Ögmundur vill halda okkur í 2008
T
1.8.2008 | 17:24
Há og lág laun
Tekið af Vísi:
"Ögmundur Jónasson [...] segir að lykillinn að því að koma í veg fyrir ofurlaun bankamanna [...] sé upplýsingaflæði."
Af hverju þarf að koma í veg fyrir þau? Eru (of) há laun kannski vandamál? Væri íslenska fjármálakerfið kannski betur sett ef sett væru í lög hámarkslaun fyrir bankafólk? Ásakanir um getu- og kunnáttuleysi íslenskra bankara ættu þá fyrst rétt á sér ef slík lög yrðu að raunveruleika.
Nei, ég held of lág laun séu vandamál samfélagsins en ekki of há laun. Við eigum að skipta okkur af því ef fólk er að fá alltof lág laun - og bæta þeim það í einhverju formi. Það á að vera okkar fókus - setja neðrimörk, ekki efrimörk.
Svona fullyrðingar eins og hans Ögga Jó eru bara olía á eld öfundar og múgæsings. Mér finnst það asnalegt og aumkunarvert að velta sér upp úr slíku.
T
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)