Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
29.9.2008 | 21:39
Landsbankadeildin 2008
Lokagraf mótsins:
Vesalings Keflvíkingarnir misstu þetta frá sér 10 mín fyrir lok móts. Maður hálfvorkennir þeim - Fimleikafélagið tók þetta fyrst og fremst á frábærri leikstýringu hjá þjálfara þeirra og KRingnum Heimi Guðjónssyni.
Fjórða sætið og bikarúrslitaleikur er ásættanleg niðurstaða fyrir KR. Við skoruðum 38 mörk í 22 leikjum miðað við 17 mörk í 18 leikjum - töluverð bæting. Ef við hefðum bara átt almennilegan striker þá hefðu við tekið þetta.
KR er 8-9 stigum frá titlinum í ár. Það eru sirka 2-3 sigurleikir. Segjum t.d. að við hefðum unnið annan af leikjunum við FH, jafnteflið við Keflavík hefði verið sigur, og við hefðum ekki tapað fyrir Grindavík suður með sjó heldur unnið þá, þá hefðum við tekið þetta. Þetta eru ekki svooo far fetched úrslit, er það?
En deildin er búin í ár. Ekkert meir fyrr en í maí. Bless.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2008 | 21:24
One Tree Hill
Sorry, en ég bara hata þessa þætti aðeins of mikið. Fyrir utan kannski titillagið þá er þessi aulasería sem fjallar um ævintýri og vandamál vellauðugra unglinga í USA eitthvað það versta sem sjónvarpið hefur upp á að bjóða.
Í kvöld er því mikill gleðistund að vera vitni þess, að 2 síðustu þættirnir eru sýnir á E4. Aldrei meira. Aldrei aftur.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2008 | 18:10
Bath
Heimsóttum baðsteina borgina í vikunni. Hún er 90% byggð úr baðsteini (svona gul-hvítum steini) sem unninn var úr námum í grennd við borgina. Þetta gefur henni gríðarlega fallegan sjarma, ákveðinn karakter, sem maður gleymir ekki.
Ekki spillir að B&B-ið okkar var ofarlega í brekkum Bath þannig að við fengum útsýni yfir alla borgina á meðan við dvöldum þarna.
Rajpoot heitir indverskur staður þarna. Besti indverski matur sem ég hef smakkað - og ég hef smakkað hann á nokkrum stöðum. Slær Brick Lane til að mynda gjörsamlega við, enda hefur hann unnið til margra verðlauna undanfarið. Mæli sterklega með þessum.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2008 | 18:04
Rannveig hjólari
Það gekk erfiðlega að kenna Rannveigu í dag að hjóla og þegar fylgdist ekkert með mér og starði bara á einhverja krakka þarna nálægt sagði ég við hana:
"Hættu að horfa á strákana Rannveig, horfðu á pabba!"
Datt í hug að þetta er sennilega ekki í síðasta sinn sem ég segi þessi fleygu orð :)
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 11:31
Landsbó sept 2008
FH tókst kannski að tefja titilfögnuð Keflavíkur í gær með því að sigra þá 3-2 en ekki meira en það. Fimm stig skilja liðin að, á meðan Kef á 1 leik eftir (gegn Fram) og FH tvo (Breiðablik & Fylki). Kef nánst nægir jafntefli (vegna hagstæðari markatölu. Titilinn fer til krummaskuðsins keflavíkur í ár.
KRingar eiga mjög góðan séns á evrópusætinu og ég er talsvert hissa á því. Bjóst ekki við að þeir hefðu hungur í að berjast við það. Við þurfum bara að leysa það auðvelda verkefni að taka valsara í bakaríið í hlíðarenda (ekki verra ef við gætum toppað 9-1 sem við gerðum '92) og Frammarar mega ekki vinna Keflavík.
HK og ÍA fallið eins og menn gátu gert sér grein fyrir strax í júní. Í fyrsta lagi þá átti HK aldrei að vera í deildinni í ár. Þeir héngu í henni í fyrra útaf tæknilegu atriði - aðeins 1 lið féll, þannig að HK sem endanði í 9. sæti hélt sæti sínu. Hvað ÍA varðar, þá grunar mig að Gaui hafi náð að rústa öllu því sem var þarna með framferði sínu núna síðustu 2 árin.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 11:09
Viðburðarík helgi
Ég skilaði ritgerðinni á föstudaginn og er þar með kominn í 2 vikna frí. En 1. okt byrja ég að vinna hjá Singer&Friedlander. Ég ætla nota þann tíma til að sökkva mér ofan í FIFA, bjórþamb, leti og aðra ómennsku því tengt.
Á laugardaginn fór ég ásamt Hring og Skúla Hauki á West Ham - Newcastle : 3 - 1. Sesselía reddaði okkur miðum í Penthouse suite - og vá - þetta var geðveikt. Lax og kræklingar í forrétt, tómat lamb í aðalrétt, eplakaka í eftir, bjór og vín að sjálfsögðu með (allt borgað af Landsbankanum). Svo þessi 4 marka leikur í brillíant veðri - og okkar menn náttla á skotskónum gegn Michael Owen og hinum vitleysingunum.
Fabio Cappello var alltaf mjög kurteis maður þau skipti sem við ræddum saman.
Sunnudeginum var eytt í Legoland - og Rannveig skemmti sér ef eitthvað betur en í fyrra skiptið. Aftur mjög heppin með veður.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 14:24
Kennari, MSc ritgerð og KR
Guardian segir frá því að töluverður straumur sé úr bankageiranum yfir í kennarastéttirnar. Ég er ekki hissa á því. Áður en ég vissi hvað banki var, þá ímyndaði ég mér alltaf að á endanum yrði maður kennari, stærðfræðikennari í MR eða álíka.
Á morgun fer ég útí skóla að afhenda ritgerðina formlega til deildarinnar. Þá er úti síðasti séns að leiðrétta mögulegar villur og þvíumlíkt. Eitt er á hreinu, það er ekki séns að ég ræði eða skoði ritgerðina á neinna hátt eftir að ég er búinn að skila henni.
Stóra spurning kvöldsins er hvort KRingar senda Skagann niður í kvöld, hmmm. Tengdó er gamall Skagamaður svo ég vil ekkert vera með blammeringar - en það er alveg á hreinu, að við þurfum á öllum 3 stigunum að halda, viljum við eiga séns í evrópusætið. Frammarar völtuðu yfir Fimleikafélagið í gær svo við megum af engu missa.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 18:51
Danir smanir
Hvergi nema á Íslandi sér maður svona fréttir, hehe.
Það er verðugt rannsóknarverkefni að kanna það hvort kæti þjóðina okkar meir: góður árangur okkar manna eða tapsæri Dana.
Ætli það sé ekki svona 50/50 :)
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 11:34
Ritgerð & Bath
Ritgerðin er klár og verður afhent deildinni á föstudaginn. Ég held hún hafi bara tekist ágætlega - ómögulegt að segja fyrr en maður fær einkunnina. Hún fjallar um hvernig hægt er að búa til mælikvarða á seljanleika áhættu.
MOP hennar Sesselíu eru á leiðinni til Konunglega heimsveldissins á föstudaginn kemur, verða hjá okkur yfir helgina, fara til Bath yfir vikuna, og koma svo til okkar í helgi nr 2.
Við familían erum svo að fara í frí í næstu viku. Sesselía hættir hjá Landsbankanum þriðjudaginn 23. sept og við stefnum svo á að heimsækja Árna og Imbu í Bath og kíkja á rómversku fornleifarnar og hafa það kósí.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2008 | 10:05
Hvar varst þú þegar Lehman varð gjaldþrota?
Fjármála sérfræðingar hér í London og New York eru nú að ræða hvort fall Lehmans í gær, og samruni Meryll við Bank of America um helgina, sé byrjunin að endalokum svokallaða broker-dealer módelsins.
Það sem þeir meina er að fjárfestingabankar (eins og Lehman, Meryll og Bears Sterns sem allir eru horfnir af sjónarsviðinu) stunda þessa broker-dealer starfssemi. Þetta eru ekki stórir viðskiptabankar með miklar innistæður frá viðskiptavinum, heldur treysta þeir á hreina fjárfestingastarfssemi, skammtímalán, tryggingar fyrir afleiðusamningum og þess háttar, fyrir langtíma fjárfestingar.
Þeir eru oft á tíðum gíraðir lengst upp í himinn. Að gíra sig merkir að þenja út fjárfestingaféið þitt með lánum, t.d. ef þú átt 100kall, þá geturðu sett það að veði fyrir lán að upphæð 1000kall. Þannig hefurðu gírað þig um 10x. Svo þegar fjárfestingarnar þessara banka að baki fara að hrapa, fer lánarinn þeirra að kall eftir frekari veði, sem hefur í för með sér frekari verðrýrnun á eignum bankanna og svo framveigis, þar til ekkert er eftir nema bankrupcy.
Eftir standa Goldman Sachs og Morgan Stanley í USA. Fara þeir líka? Og fyrst Lehman gat farið svona, hvað með íslensku fjárfestingabankana, t.d. Exista?
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)