Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
15.9.2008 | 20:49
Lehman Brothers
Fimm þúsund manns sem venjulega er í þægilegri innivinnu hér í London sat á knæpunni í dag og súpti bjór. Lehman Brothers sagði upp 5000 manns hér í London og um 25000 world wide.
Það er óhætt að segja að það er ákveðið panik ástand yfir fjármálaheiminum í dag.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 10:08
Oh dear god
Bears Sterns, Northern Rock, Meryll Lynch, Lehaman Brothers.
Allir þessir risar farnir á hausinn (eða svo gott sem). Taka þeir fleiri með sér í fallinu? Þetta eru RISA RISA fyrirtæki.
Fréttamenn á Íslandi tala margir um að botninum sé núna náð og brátt fari verðbólga að hjaðna og allt kemst á réttan kjöl innan 6 mánaða. Hér í UK tala menn um að það slakni ekki á kreppunni fyrr en eftir amk 18-24 mánuði.
Ég held bresku miðlarnir séu nær raunveruleikanum.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2008 | 09:55
Sarah Palin
Ég hafði heyrt og lesið um að hún væri svolítið kreisí. Ofsatrúuð íshokkímamma var lýsingin sem ég man best eftir. En aldrei gerði ég mér grein fyrir aggresífu utanríkisstefnu hennar.
Verði hún og McCain kjörin þá tel ég víst að við munum sjá nýtt kalt stríð eða a.m.k. mjög erfiða sambúð austurs og vesturs.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2008 | 09:01
Tap gegn Skotum
Af því sem ég heyrði af leiknum (RÚV sýndi hann náttúrlega ekki á netinu) þá var Kjartan markvörður að gera gloríur í gærkvöldi líkt og gegn Norðmönnum - að þessu sinni kostaði það ekki mark. Svo var þetta klárlega víti á Íslendinga - það er ekkert hægt að væla í dómaranum útaf því.
Það er erfitt að vinna í fótbolta þegar þú gefur víti í hverjum einasta leik.
En það er allavega alltaf nóg af mörkum í leikjum með íslenska liðinu sbr. eftirfarandi tölfræði:
Lið mörk í leik að meðaltali
Noregur 4.0
Ísland 3.5
Holland 3.0
Skotland 2.0
Makedónía 2.0
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 08:56
Flutningur samþykktur 2
Já eins og Tobbi "sagði" þá fékk ég flutninginn minn samþykktan, er núna skráð í MSc in European Political Economy og byrja í skólanum í október! jeiiii
hér er linkur á LSE og lýsingu á náminu mínu :)
http://www.lse.ac.uk/collections/europeanInstitute/study/InformationforProspectiveStudents/DegreeProgrammes/MScEuropeanPoliticalEconomy.htm
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2008 | 20:43
Flutningur samþykktur
Sesselía komst í LSE eins og allir vita. Venjan þegar menn sækja um í skóla eins og LSE er að velja 2 prógrömm, fyrsta og annað val. Sesselía komst auðvitað í fyrsta valið sitt en eftir sumarskólann í ágúst komst hún að þeirri niðurstöðu að val nr 2 sé áhugaverðara og hún sótti um flutning yfir í það.
Sá flutningur var samþykktur í dag. Mikil gleðitíðindi.
Annars bara same old af okkur að frétta. Vinna, ritgerð, Rannveig á leikskóla.
T
PS. Þið haldið þó ekki í alvöru að Íslendingar eigi séns Skotana, kommon!?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2008 | 20:26
Harry Potter
Ég er búinn að dánlóda öllum 7 audio bókunum um galdrastrákinn. Þetta eru eitthvað sirka 110 klst af hlustunarefni, eða um .. 4-5 dagar samfleytt. Ég hafði nú ekki hugsað mér að hlusta á þetta allt í einu en þetta endist mér pottþétt lengi í Túbunni.
Þvílík snilld eru þessar bækur - þær eru svo enskar. Ég ætla byrja á bókum nr 6 og 7 - ég las þær á sínum tíma á svo mikilli hraðferð að það er nauðsynlegt að endurnýja kynnin.
T
PS. Ef einhver vill fá eintak af þessum hljóðbókum bara henda á mig línu.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2008 | 08:21
Karíus & Baktus
Rannveig fékk geisladiskinn með þeim bræðrum frá Árna afa sínum (takk takk!). Saga þessi sem fjallar fyrst um stórfengleg afrek og síðar hrakfarir tannbræðranna á allan hug hennar Rannveigar. Sagan er (bókstaflega!) það síðasta sem hún heyrir áður en hún fer að sofa, og það fyrsta sem hún heyrir þegar hún vaknar, foreldrunum til mikillar gleði ... (hvernig gerir maður kaldhæðni í skrifuðu orði?)
Það þarf ekki að spyrja að því að litla blómið hún Rannveig finnur mikið til fyrir hönd bræðranna, og fer sjálf að kjökra þegar þeim er skolað niður í hafið. Aumingja Kaíus og Battus.
T
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2008 | 20:57
Verkfall
Já hvað ég er fegin að vera ekki kasólétt á Íslandi núna! Finnst þetta satt að segja algjört hneyksli, og svo er ekki næsti samningafundur fyrr en í fyrramálið. Fussum svei! Ef ég væri á landinu þá myndi ég sko mæta í fyrramálið (kl 9:30, Borgartún 21) og sýna minn stuðning við ljósmæður. (og hana nú)
Við Rannveig ætlum annnars að skella okkur í IKEA á laugardaginn, Tobbi er að vinna á fullu í ritgerðinni sinni svo hann verður bara feginn að losna við okkur. Næsta IKEA við okkur er annað hvort í Croydon (hálftími í bíl) eða í Neasden (rúm 1 klst í lestum), er ekki alveg búin að ákveða í hvora við förum. Tilgangur ferðarinnar er annars að leita að stóru stelpu rúmi fyrir Rannveigu en hún er orðin "big girl" og "no baby" svo það er kominn tími á að leggja rimlarúminu.
S
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 11:14
Iceland Tea Party
Dvölin á Íslandi var stutt en frábær. Hana má lýsa í fáeinum orðum: Masters fundir með Kaupþingi, FIFA tournament, brúðkaup, eftirpartý dauðans, teboð hjá Einsa. Það var ekkert panik með vitlausar dagsetningar á brottfararmiðunum í þetta skiptið og ferðirnar heim almennt mjög góðar.
Myndin hér að ofan er tekin í heimsókn Rannveigar til frænka sinna Unnurdagný (eins og R kallað þær). Hún skemmti sér víst drottingarlega vel.
Nú tekur við maraþon vinna við MS verkefnið sem þarf að klárast fyrir 19. sept og eftir það förum í minibreak til Bath í lok sept. Þann 1. okt byrja ég svo að vinna hjá Singer&Friedlander og Sesselía í LSE.
Eitt orð um KR. Ég hef grun um að bikarinn eigi nú allan hug KRinganna það sem eftir lifir móts og þeir munu af þeim sökum gefa eftir í baráttunni um evrópusætið (sem er 3. sætið). Valsmenn taka það sem sárabætur fyrir íslandsmeistara titilinn.
Mig langar að þakka fyrir mig og mínar dömur, öllum þeim sem buðu okkur í brúðkaup, mat, kaffi, gistingu, viskí, bakkelsi og fleira þess háttar. Við skemmtum okkur mjög vel! Takk fyrir okkur!
T
PS. Ég skora hér með á hinn helminginn að dúndra einhverju hér niður á þetta vesæla blogg.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)