Brúðkaupsafmæli, Rannveig og atvinna haustsins

Í dag fögnuðum við hjónin eins árs brúðkaupsafmæli okkar. Pappírs-hjón held ég að við köllumst núna - heldur ótraustvekjandi verð ég að segja. Hátíðarhöldin voru látlaus. Sesselía bakaði mér franska súkkulaðiköku - ég held í vonina að nú hafi verið skapað fordæmi sem Sesselía þurfi að toppa 5. ágúst, ár hvert! Smile

Rannveig eldist hraðar en aðrir í fjölskyldunni. Núna er manni sagt að hypja sig fram á gang á meðan hún gerir nr 2.

Jobb mál haustsins eru farin að skýrast. Ég get sagt með vissu núna að ég verð ekki atvinnulaus Smile. Það eru tveir aðilar sem koma til greina og næst á dagsskrá er að skoða þá betur. Þetta verður sennilegast komið í ljós í næstu viku.

T


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn elskurnar mínar ;) Og til hamingju með atvinnumálin, hlakka til að heyra meira af því!

Vona að þú, Tobbi, hafir nú líka gert eitthvað fyrir frúna, annað sko ekki hægt

Lots of luv

Helga 

Helga (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 19:50

2 identicon

Til hamingju með daginn, ég skal senda þér góða uppskrift fyrir næsta afmæli, Tobbi minn  

Ingibjörg (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Íslendingafélagið í Hither Green

Ha? Af hverju sendirðu ekki uppskriftina bara beint til Sesselíu?

Nei okei fæn. Ég gef Sesselíu næst franska súkkulaði snekkju. Þá verðum við even.

Íslendingafélagið í Hither Green, 6.8.2008 kl. 20:33

4 Smámynd: Íslendingafélagið í Hither Green

Fékk þetta frá góðum KRingi:

1 ár - pappírsbrúðkaup
2 ár - bómullarbrúðkaup
3 ár - leðurbrúðkaup
4 ár - ávaxta- og blómabrúðkaup
5 ár - trébrúðkaup
6 ár - sykurbrúðkaup
7 ár - ullarbrúðkaup
8 ár - bronsbrúðkaup
9 ár - pílubrúðkaup
10 ár - tinbrúðkaup
15 ár - kristallsbrúðkaup
20 ár - postulínsbrúðkaup
25 ár - silfurbrúðkaup
30 ár - perlubrúðkaup
35 ár - kóralbrúðkaup
40 ár - rúbínbrúðkaup
45 ár - safírbrúðkaup
50 ár - gullbrúðkaup
55 ár - smaragðsbrúðkaup
60 ár - demantsbrúðkaup
65 ár - kórónudemantabrúðkaup
70 ár - járnbrúðkaup
75 ár - atómbrúðkaup

Íslendingafélagið í Hither Green, 7.8.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband