Fjölskyldufréttir

Þetta er það helsta:

Sesselía er í 3. vikunni sinni (af þrem) í sumarskóla LSE. Hún hefur nú skilað af sér ritgerðinni og flytur fyrirlestur í dag. Á morgun verður svo síðasti tíminn fyrir prófið sem er á föstudaginn. Efni þessa námskeiðs er EU og policy making in EU. Ég er viss um að Sesselía kemur með afar uppfræðandi færslu um námskeiðið næstu helgi.

Rannveig er að ganga í gegnum sitt versta tímabil hingað til - the terrible twos. Við reynum eftir megni að halda niðri í henni látunum, frekjunni og stælunum, það gengur stundum ekki vel Smile. Fyrir utan það líður henni vel og talar nú nær eingöngu ensku.

Ég sit nú í ritgerðarskrifum (eins og sést kannski á því hvað ég er duglegur við blogg skrif). Viðfangsefnið mitt er "Liquidity Risk" eða "Seljanleika áhætta". Í greininni minn reyni ég að setja upp stærðfræðilegan ramma fyrir áhættuna við lítinn seljanleika á markaði.

Ég fæ núna í vikunni formlegu tilboðin með öllum þeim detailum sem ég þarf til að taka rétta ákvörðun. Eins og stendur er líklegast að ég fari til svisslendinganna.

T


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ dúllurnar mínar, nóg að gera þessa dagana.  Ég held í tummann fyrir ykkur öll.

ma

Sigrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband