Kennari, MSc ritgerð og KR

Guardian segir frá því að töluverður straumur sé úr bankageiranum yfir í kennarastéttirnar. Ég er ekki hissa á því. Áður en ég vissi hvað banki var, þá ímyndaði ég mér alltaf að á endanum yrði maður kennari, stærðfræðikennari í MR eða álíka.

Á morgun fer ég útí skóla að afhenda ritgerðina formlega til deildarinnar. Þá er úti síðasti séns að leiðrétta mögulegar villur og þvíumlíkt. Eitt er á hreinu, það er ekki séns að ég ræði eða skoði ritgerðina á neinna hátt eftir að ég er búinn að skila henni.

Stóra spurning kvöldsins er hvort KRingar senda Skagann niður í kvöld, hmmm. Tengdó er gamall Skagamaður svo ég vil ekkert vera með blammeringar - en það er alveg á hreinu, að við þurfum á öllum 3 stigunum að halda, viljum við eiga séns í evrópusætið. Frammarar völtuðu yfir Fimleikafélagið í gær svo við megum af engu missa.

T


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband